Vinstri grænir gefa Framsókn sviðið

Vinstri grænir þora ekki að tala við Sjálfstæðisflokkinn, af ótta við umræðuna, og gefa þess vegna Framsóknarflokknum lykilhlutverkið í stjórnarmyndun.

Framsóknarflokkurinn hlýtur að segja já, takk og hækka verðmiðann á stjórnarþátttöku.

Sigurður Ingi mátar sig við forsætisráðuneytið.


mbl.is Fyrsti formlegi fundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Eiga VG og Samfylkingin nokkurra annara kosta völ? VG vill ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum og fáir vilja vinna með Samfylkingunni.

Þetta er eina hálmstrá vinstra liðsins, komist þetta vinstra á, virðast Píratar og Samfylkingin frekar áhrifalítil þegar þau hafa gleypt sín helstu baráttumál og samþykkt að þau komi ekki inn í stjórnarsáttmálann.  

Hrossabrestur, 4.11.2017 kl. 15:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stjórnmálin hafa verið óeðlileg allt frá því að Samfylkingin umbreyttist og hélt hún hefði heimt sína einka Paradís,fyrir tilstilli Esb. Nú keppist vinstrið við að bjóða Framsókn allt ef það fellur fram og tilbiður þá. Vg gefur þeim sviðið og Framsókn býður sviðin,nóg að eta en ekkert til að berjast um.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2017 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband