Smáflokkarnir lama stjórnkerfið

Smáflokkar á alþingi ætla sér enn og aftur að taka þjóðarsamkomuna í gíslingu með málþófi ef ekki verður við kröfum þeirra um að sérmál örhópa í samfélaginu fái framgang.

Eftir síðustu kosningar tók við lengsta stjórnarkreppa lýðveldissögunnar. Enda eru fleiri stjórnmálaflokkar á alþingi en nokkru sinni.

Tólf stjórnmálasamtök buðu fram lista við síðustu þingkosningar. Sjö náðu inn þingmönnum. Þjóðin þarf ekki á tólf framboðum að halda, þótt það sé réttur sérhvers að stofna stjórnmálaflokk og berjast fyrir áhugamálum sínum.

Fjórir til fimm flokkar eru kappnóg fyrir litróf stjórnmálanna. Verkefnið fyrir kosningarnar 28. október er að fækka flokkum á alþingi - til að gera starfhæfa ríkisstjórn mögulega.

 


mbl.is Formenn flokkanna funda á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eitt "stórmálið" sem Píratar vilja nauðsynlega koma í gegn er að meina dæmdum lögmönnum að stunda fag sitt. Ég bara spyr - bíður röð af lögmönnum eftir að uppreist æra þeirra veiti þeim starfsréttindi? Ef ekki- Gæti þetta þá hugsanlega fallið undir atvinnuróg?

Ragnhildur Kolka, 18.9.2017 kl. 13:19

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gæti fólk ekki verið sammála mér um kosti þess að taka upp franska KOSNINGA-KERFIÐ hér á landi þar sem að forsetinn axlaði raunverulega ábyrgð á sinni þjóð og yrði kosinn í tveimur umferðum/aftur á milli tveggja efstu manna? Y/N?

=Þannig yrði kjarninn greindur frá hisminu.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2202218/

Jón Þórhallsson, 18.9.2017 kl. 13:25

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvaða 4-flokkur er þér þóknanlegur kæri Páll?

En vita menn almennt að hér eru skráð 44 trúar og lífsskoðunarfélög?

Kannski að Páll vilji líka taka að sér að skera þann hóp niður í eitthvað þóknanlegt þeim sem Páll presenterar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.9.2017 kl. 13:42

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Alþingi skipað fulltrúum 4-5 flokka er myndað geti starfhæfa ríkisstjórn er mér að skapi.

Að 44 trúar- og lífsskoðunarfélög séu í landinu er aukaatriði fyrir ríkisstjórnarmyndun. Ekki frekar en að fjöldi íþróttafélaga skipti máli í því sambandi.

Páll Vilhjálmsson, 18.9.2017 kl. 13:52

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Vandamálið er ekki fjöldi framboða. Vandamálið er óheilindi.  Óþol almennings gagnvart óheilindum hefur stigmagnast síðan Jóhönnustjórnin sýndi sitt rétta andlit. Vintris stjórnin sprakk vegna óheilinda Sigmundar davíðs sem reyndi að leyna persónulegum fjárhagsupplýsingum.  Bjarnastjórnin sprakk sömuleiðis vegna óheilinda Sigríðar Andersen sem reyndi að leyna upplýsingum sem skaðað gætu flokkinn hennar og foringja.  Þetta eru staðreyndirnar sem þarf að ræða og breyta. Sjálf stjórnmálamenningin sem ræður hjá fjórflokknum.

Á það hefur verið bent að víða annars staðar sé löng hefð fyrir minnihlutastjórnum.  Það skyldi þó ekki vera vegna þess að þar er siðferði stjórnmálamanna á hærra plani en hér og einnig að tengsl stjórnmála og viðskipta er ekki samansúrrað af persónulegum hagsmunum æðstu ráðamanna.

Bjarni Ben verður að skilja með góðu eða illu að fjölskyldutengsl hans við ríkustu menn landsins ,skapar tortryggni.  Þannig er það bara.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.9.2017 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband