Alþingi er án umboðs, þingmenn fari heim

Þingrof þýðir að alþingi er án umboðs, út á það gengur þingrofið. Alþingi getur ekki sinnt brýnasta og mikilvægasta hlutverki sínu, að skipa meirihlutastjórn og skal víkja af vettvangi þegar eftir að þingrof er tilkynnt.

Óásættanlegt er að umboðslausir þingmenn reki kosningabaráttu úr sölum alþingis. Það veit á upplausn og ringulreið að þingmenn án umboðs véli um lagasetningu.

Þótt formlegt þingrof verði ekki fyrr en daginn fyrir kosningar er hvorki pólitískt né siðferðilega verjandi að þingheimur taki smæstu ákvarðanir eftir að þingrof er lagt fram.

Allt annað er upp á teningunum ef alþingi situr út kjörtímabilið. Þá hefur alþingi uppfyllt skyldu sína og staðið fyrir meirihlutastjórn. En þegar alþingi bregst hlutverki sínu er ótækt að láta eins og ekkert hafi í skorist.

Kosningabaráttan á ekki að vera á kostnað þjóðarinnar. Nóg er samt hvað fráfarandi þingheimur er þjóðinni dýrkeyptur.


mbl.is Bjarni tilkynnir þingrof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mikið rétt, þinginu er lokið og nú geta þingmenn auglýst sig á eigin kostnað. Fyrir utan alla aurana sem við leggjum þeim til, auðvitað.

Ragnhildur Kolka, 18.9.2017 kl. 17:21

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir orð þín, Páll. Eins lítinn tíma* og stóru, vellríku flokkarnir** skammta öðrum flokkum og fátækari til að bjóða fram 126 frambjóðendur í sex kjördæmum landsins og ætlast til að þeir skaffi líka 30-40 sinnum fleiri meðmælendur heldur en þessa 63, þ.e. að lágmarki um 2000 manns***, þá leggur þessi vísvitandi kosningadagsstefna stóru flokkanna, sér í lagi Sjálfstæðisflokksins, gríðarlega vinnu á herðar litlu flokkunum af litlum efnum þeirra og þurfa þó um leið að glíma við margháttað annað forskot og yfirburða-aðstöðu sitjandi Sjöflokksins á Alþingi.****

Þeim mun fremur væri það gróf mismunun ráðandi afla á Alþingi, ef flokksmenn þar ætla að nota þingsali löggjafarvaldsins til að auglýsa upp sín eigin stefnumál og fá auðveldan aðgang, alla daga til kosninganna, með sínar áróðursræður þar (og loforð upp í ermina!) inn í fréttatíma ríkis- og einkarekinna fjölmiðla!

Óafgreidd, en auglýst málaskrá viðkomandi flokka á þingi er einmitt að mörgu leyti varhugaverð og boðar ekki gott! -- nánar um það seinna.

Þingið allt nú fer í frí,

fagna þreyttir lýðir.

Ei með þetta aftur sný,

því undurfátt það prýðir.

* Tíminn er 33 dagar og flestir frambjóðendur í fullri vinnu á meðan!

** Vellríkir af ríkisstyrkjum, sem hafa hlaðið undir rekstur skrifstofa þeirra og mannahald, meðan nýir flokkar og fátækir eiga ekkert undir sér og hírast í bezta falli í þröngu leiguhúsnæði.

*** "Á framboðslista skulu vera nöfn tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri.  [Þ.e. alls 126 manns, innskot JVJ.] --- Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki. " Kosningalög, nr. 24/2000, 31.-32. gr. Alls eru þingsætin 63, og þegar margfalkdað er með lágmarkinu 30, er það 1890 manns, en alltaf er hætt við, að einhver nöfn verði úrskurðuð ógild (gætu verið fölsuð, upplýsingar eins og rétta kennitölu vantað, viðkomandi ekki kominn með kosningarétt eða þegar hann/hún hefur einnig skrifað á meðmælendalista annars flokks), og því þarf að hafa mun fleiri nöfn á listunum, þó að hámarki 63x40 = 2520 manns! Vart eru listar þessir öruggir fyrr en komnir eru á þá um 2000 manns.

**** Sjá grein mína Forseti Íslands, láttu ekki undan Bjarna Ben. og félögum sem vilja njóta veldis síns og forskots á smærri flokka

Jón Valur Jensson, 18.9.2017 kl. 18:03

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vísan hefði reyndar að hljóða svona, fyrri hlutinn:

Þingið allt ef fer í frí,

fagna þreyttir lýðir.

Jón Valur Jensson, 18.9.2017 kl. 18:10

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

 

Tíminn til framboðanna er reyndar EKKI 33 dagar, því að skila ber öllum framboðum 15 dögum fyrir kosningardag (sem verður 29. október). Í dag er 18. september. Dagarnir til að klára að ganga frá öllum framboðslistum og meðmælendalistum og skila þeim til sýslumanna hinn 14. október, kl. 12 á hádegi, er þá aðeins 27 dagar!

 

 

Jón Valur Jensson, 18.9.2017 kl. 18:25

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

FALLIN STJÓRN ÁKVEÐUR KJÖRDAG STRAX ?? HINIR HAFA EKKI SENS !cool

Erla Magna Alexandersdóttir, 18.9.2017 kl. 19:36

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nákvæmlega, Erla Magna! Út á það gengur plottið.

En þá er þeim mun brýnna að kjósendur láti ekki bjóða sér þetta, heldur kjósi aðra flokka, eins og Þjóðfylkinguna og Flokk fólksins!

Jón Valur Jensson, 18.9.2017 kl. 20:12

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er fræðilega rangt að þingmenn hafi ekkert umboð gagnvart þeim sem kusu þá. 

Það var fyrir 1991 sem slíkt gerðist en var síðan breytt. 

Ómar Ragnarsson, 18.9.2017 kl. 23:43

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Valur Jensson, 19.9.2017 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband