Íhaldið sigrar nýfrjálshyggjuna

Áfengi í matvöruverslanir var kynnt sem stríðsmál frjálslyndra nýfrjálshyggjumanna í Sjáflstæðisflokki, Pírataflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð.

Umræðan í þjóðfélginu er nær öll á einn veg: áfengi í matvöruverslanir er mótmælt.

Í stuttu mál gjörsigraði íhaldssemi nýfrjálshyggjuna.

Þeir sem eru læsir á pólitík ættu að draga lærdóm af.

 

 


mbl.is Sópa sannleikanum undir teppið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hefur það ekki verið lengi á stefnu íhaldsmanna að koma áfengi í matvöru-búðir?

Mætti ekki frekar segja að miðjan og vinstrið séu á réttari leið í þessum málum frekar en sitjandi hægri stjórn?

Jón Þórhallsson, 22.5.2017 kl. 17:09

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvað er "frjálslyndur nýfrjálshyggjumaður?"  Eru þá til ófrjálslyndir nýfrjálshyggjumenn?

Ég veit alveg hvað "miðjan og vinstrið" er.  Það er alveg komið á hreint.  Það eru fasistar.  Það hef ég reiknað út útfrá umræðunni.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.5.2017 kl. 18:12

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég hefði nú notað orðið forræðishyggja þarna í stað íhaldssemi. Flott framtak hjá meirihlutanum að drífa málið út úr nefnd, því það er nauðsynlegt að sjá hvernig atkvæðin falla.

Afturábak og útáhlið fara forkólfa VG, Samfylkingar og Framsókn fyrir hópi fólks sem heldur að smásöluverslun með áfengi sé best komin hjá ríkinu. Eins og það sé einhver trygging fyrir að alkóhólistar haldist þurrir, þegar Vín og vímuefni má nálgast allan sólarhringinn á Íslandi í dag.

En þegar betur er að gáð má sjá að það er ekki umhyggja fyrir alkóhólistanum sem ræður hér för. Við erum bara að horfa á annan anga af umræðunni um Klínikina, bankana, skólana eða Ísavía. Við erum að tala um að það má ekki hrófla við ríkisrekstrinum. Einhver gæti grætt einhverjar krónur.

Ragnhildur Kolka, 22.5.2017 kl. 18:36

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Við hverju er að búast af almenningi, sem hvetur Alþingi að hækka skatta, svo vel er búið að heilaþvo fólk á Íslandi. 

Fékk dóttur mína og hennar mann í heimsókn til Las Vegas í síðasta mánuði, fórum í Costco sem selur sterkt áfengi, Vín og bjór. Þegar við komum út í bíl þá spurði tengdasonurinn; "hvar eru allir rónarnir?

Fékk sömu spurningu efir að hafa farið í matvöruverslanir.

Hvenær ættlar Ísland að losna við "Nany State Mentality" 

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 23.5.2017 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband