Mannfórnir og mannréttindi

Hryðjuverk gegn saklausu fólki í hversdagsönnum valda ótta og tortryggni meðal almennings annars vegar og hins vegar sýna þau vanmátt stjórnvalda að gegna frumskyldu sinni, sem er að tryggja öryggi borgaranna.

Af ótta, tortryggni og vanmætti spretta öfgar. Almenningur og stjórnvöld eru beinlínis knúin til öfga þvert gegn vilja sínum.

Þeir sem standa fyrir hryðjuverkum telja að mannfórnir og öfgarnar sem þeim fylgja þjóni málstað.

Mannfórnir í þágu málstaðar er óhugsandi afstaða á vesturlöndum. Enginn málstaður stendur ofar mannréttindum, en þar er rétturinn til lífs helgastur.

Öryggi um eigið líf er ein af frumhvötum mannsins. Tilviljanakenndar mannfórnir svipta almenningi þessu öryggi.

Í skiptum fyrir aukið öryggi verður almenningur tilbúinn að fórna afleiddum mannréttindum, t.d. til einkalífs. Öryggishagsmunir fá forgang umfram réttinn til að fá að vera í friði fyrir stjórnvöldum með sitt og sína.

Víðtækari vernd og sterkara ríkisvaldi fylgir aðgreining milli þjóðfélagshópa. Ólíkt tilviljanakenndum mannfórnum sýnir óyggjandi reynsla að uppspretta hryðjuverka ræðst ekki af tilviljun.

 

 


mbl.is Óttast um börn og unglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband