Kommúnistaveiðar - Trump skotmark

Kommúnistar voru útilokaðir frá opinberum embættum og áhrifastöðum i Bandaríkjum um miðja síðustu öld. Kalda stríðið var í hámarki og valið stóð á milli kapítalisma og lýðræðis annars vegar og hins vegar kommúnisma og einræðis, að sagt var.

Guardian segir að í mörgum fylkjum Bandaríkjanna séu enn í gildi lög sem þrengja kost kommúnista, þótt hæstiréttur þar í landi hafi úrskurðað að lögin brjóti gegn stjórnarskránni.

Þeir sem fylgjast með gangi heimsmála, en það gera ekki nærri allir Bandaríkjamenn, vita að Sovétríkin liðuðust í sundur fyrir aldarfjórðungi. Kommúnismi sem hugmyndafræði er álíka á dagskrá heimsmála og hugmyndir jesúíta um alræði kaþólsku kirkjunnar.

En lengi lifir í gömlum glæðum. Trump forseti á í vök að verjast vegna þess að hann þykir of vinsamlegur Rússlandi, sem einu sinni var hluti Sovétríkjanna og alheimskommúnisma.

Það má kalla þetta menningarlega mishröðun, orðræðan miðast við kringumstæður sem ekki eru lengur fyrir hendi. En hlutina má líka nefna réttum nöfnum og kalla kommúnistaveiðar samtímans fávitahátt.


mbl.is Stuðningsmenn stoltir af að verja Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt er það að Kalda stríðið endaði með falli Sovétríkjanna, en engu að síður talar Trump í fullri alvöru um það, að Bandaríkin verði að geta drepið alla Rússa einu sinni oftar en Rússar geti drepið Bandaríkjamenn með fáránlega stórum kjaravopnabúrum þessara þjóða. 

Þau eru áþreifanlegur og varanlegur ávöstur Kalda stríðsins. 

Ómar Ragnarsson, 22.5.2017 kl. 11:54

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Málið snýst ekki um kommúnisma, heldur rannsókn á afskiptum Rússlands af kosningum í Bandaríkjunum. Þetta hlýtur síðuhafi að vita.

Wilhelm Emilsson, 22.5.2017 kl. 19:27

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Af hverju telurðu hann ekki vita það Wilhelm? Stundum er eins og þú lesir ekki pistlana,miðað við athugasemdirnar.

Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2017 kl. 23:49

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hæ, Helga. Ég skrifaði að ég teldi hann vita það: "Þetta hlýtur síðuhafi að vita."

Wilhelm Emilsson, 23.5.2017 kl. 00:22

5 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Afsakðu Páll ég hélt þú vissir af falli kommúnismans í Rússlandi. Svo þú vitir það þá er alræðisstjórn Pútíns ekkert annað en hörð öfgahægri stjórn. Það er þess vegna sem Donald Trump lítur hýru auga til Pútíns. Hann öfnunar hann af því Pútín getur gert hvað sem honum sýnist. Hann þarf ekkert að spyrja þingið nema rétt til gamans. Pútín hefur undanfarin ár reynt að gera allt sem hann getur til grafa undan lýðræði í Evrópu.

Þorvaldur Víðir Þórsson, 23.5.2017 kl. 02:02

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Heyrði það í útvarpi að Kalifornía þingið vildi útrýma lögunum um bann kommúnista í opinberum störfum, en það varð að draga frumvarpið til baka, vegna þess að það ætlaði allt um koll að keyra.

Meira að segja virdo ríkið Kalifornía vill ekki kommúnista.

Það er ekkert nýtt að rússar hafi reint að hafa áhrif á kosningar í USA, en þeim hefur alltaf mistekist það, til dagsins í dag.

Það var wikileaks sem hafði áhrif á kosningarnar 2016 og James Comey (J. Edgar Hoower want to be) sem höfðu áhrif á kosningarnar, en ég held að Hildiríður hafi ekki átta sjens hvort sem var.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 23.5.2017 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband