Dagur fórnarlamba - aumingi vikunnar

Skuggahlið fórnarlambavæðingar kemur æ betur í ljós. Eftir því sem samkeppnin um að vera mesta fórnarlambið vex verður erfiðara að fá kastljósinu beint að sér.

Óttar Guðmundsson setti fórnarlambavæðingu einstaklinga í samhengi við viðtalsformið ,,aumingi vikunnar".

Á bakvið aumingja vikunnar er hópur fólks. Femínistar telja helft mannkyns fórnarlömb, ætli hommar séu ekki um fimm prósent og transfólk eitthvað færra. Margir aðrir eru um hituna, s.s. rauðhærðir, lágvaxnir og kynlausir.

Til siðs er að helga daga tilteknu viðfangsefni, sbr. dag íslenskrar tungu. Þjóðráð væri að efna til dags fórnarlamba. Á hverju ári yrðu valin fórnarlömb ársins að undangenginni samkeppni, t.d. í stíl við undanrásir Eurovision-keppninnar. Þar gæfist ólíkum hópum færi á að útmála eymd sína og volæði frammi fyrir alþjóð.

 


mbl.is Hildur Lilliendahl lætur Sindra heyra það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Óttar er að stinga á ófáum kýlum þessa dagana.

Ragnhildur Kolka, 7.3.2017 kl. 22:44

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott hjá Óttari,margar af þessum harmsögum verka hreint út sagt þveröfugt,a.m.k.hjá ,forhertri! Liggur við að meðvirkni sumra bjóði huggun sína á harmi upp að sínum barmi; (Þögn) 

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2017 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband