ESB-sinnar berjast fyrir málfrelsi sínu

Umræðan um ESB aðild Íslands er komin á það stig að ESB-sinnar eru í vörn fyrir málfrelsi sínu. Ekki vegna þess að neinn banni þeim umræðuna, orðið er frjáls bæði á alþingi og í samfélaginu.

Heldur vegna þess að málefnaleg staða þeirra sem vilja Ísland í Evrópusambandið er svo gjörtöpuð að þeir hafa ekkert fram að færa. Tvær ástæður eru fyrir vonlausri stöðu málstaðarins.

Í fyrsta lagi sýndi reynslan eftir hrun að Ísland komst úr kreppunni með fullveldið og krónuna að vopni. Í öðru lagi er Evrópusambandið í djúpri tilvistarkreppu. Mörg ár, ef ekki áratugir, líða áður en ljóst verður hvort og hvernig ESB lifir af tilvistarkreppuna.

Á meðan er betra að tala um eitthvað annað en ESB. Til dæmis um málfrelsi, - sem meðal annars er hægt að nota til að játa mistök.


mbl.is Hafa málfrelsi í Evrópumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er nýtt: Í stað þess að ESB sé að deyja nánast á morgun, stendur hér að það muni "taka ár ef ekki áratugi." 

Ómar Ragnarsson, 8.3.2017 kl. 10:33

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það eru ætíð andstæðingar ESB vilja þagga niður í öllum sem ekki eru þeim sammála. Kemur lítið á óvart, enda talsvert einræðishyggja og aðdáun hjá hjá andstæðingum Evrópusambandsins. Enda margir hverjir af þeim leynt og ljóst ekkert nema fasistar með alræðiscomplexa á háu stigi.

Jón Frímann Jónsson, 8.3.2017 kl. 10:54

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jón Frímann ég var nú að vona að ESB hefði gleypt þig með húð og hári, en sé að sambandið er að spýta út hratinu. Bendi þér bara á að andstæðingar hafa ekkert reynt að ÞAGGA niður í ESB-sinnum. Það gerist bara sjálfkrafa þegar ESB rökin halda engu vatni og útkoman er upphrópanir um fasista eins og þú Telur við hæfi.

Ragnhildur Kolka, 8.3.2017 kl. 16:33

4 Smámynd: Hrossabrestur

Já Ragnhildur það er vandinn við allar andskotans óværur að þegar við höldum að við séum lausar við þær fyrir fullt og allt þá skjóta þær oftar en ekki upp kollinum á nýjan leik öllum til ama.

kv. 

Hrossabrestur, 8.3.2017 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband