Staðreyndir og falsfréttir

Madonna sagðist opinberalega íhuga að sprengja Hvíta húsið. Það er staðreynd. En hún sagðist líka hafna ofbeldi. Það er staðreynd. Hvorri staðreyndinni eigum við að trúa? Ef við trúum báðum erum við komin í mótsögn. Við metum staðreyndir út frá samhengi þeirra. En oft fær maður ekki allt samhengið.

Falsfréttir eru sumar uppspuni frá rótum. En falsfréttir eru líka spurning um hvaða staðreyndir eru valdar af fjölmiðlum sem mikilvægastar; fá fyrirsagnir og uppslátt.

Fjölmiðlar velja sumar staðreyndir og gera fréttir úr þeim en hafna öðrum. Hér heima stundar RÚV að gera aukaatriði að aðalatrið, samanber umfjöllun um tímasetningu skýrslu um aflandsfélög. Það er ein tegund falsfrétta að stinga undir stól fréttum sem ganga í berhögg við þá heimsmynd sem viðkomandi fjölmiðill heldur að fólki.

Í Bandaríkjunum eru fjölmiðlar flokkaðir eftir því hve hlutdrægir þeir eru. Meginuppspretta falsfrétta er í þeim miðlum sem eru hlutdrægastir og óvandaðastir að virðingu sinni.

Ástæðan fyrir stóraukinni umræðu um falsfréttir er að stjórnmálamenning er víða í uppnámi. Við þær kringumstæður er erfiðara að koma við hlutlægri mælistiku á fréttaflutning. Samþykkt viðmið eru ekki fyrir hendi. Falsfrétt eins er hlutlæg staðreynd annars.

En, sem sagt, ég trúi ekki að Madonna hvetji til ofbeldis. Henni var bara heitt í hamsi. Það má. 


mbl.is Vill ekki sprengja Hvíta húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Páll, í nýlegu innslagi sagðir þú að Andríki hefði gert mælingu á fordómum RUV, með skeiðklukku að vopni. Leikarinn Alec Baldwin fékk víst allt of mikinn tíma skv. skeiðklukkumælingum...og það endurspeglar auðvitað svakalega fordóma í garð Donna Trump. En segðu mér Páll, er til einhver tölfræðimæling á fordómum þínum í garð RUV?

Jón Kristján Þorvarðarson, 23.1.2017 kl. 20:09

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Spurðu Andríki, Jón Kristján.

Páll Vilhjálmsson, 23.1.2017 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband