RÚV lýgur með þögninni - Sigmundur Davíð ekki vanhæfur

RÚV þaggar niður frétt af fjármálum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins sem afhjúpar misbeitingu fréttamanna RÚV á dagskrárvaldi fjölmiðilsins. Kjarninn segir ítarlega frá svari fjármálaráðherra á alþingi:

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, kom ekki að stjórn­sýslu­á­kvörð­unum í tengslum við nauða­samn­inga slita­búa föllnu bank­anna.

Áður hefur RÚV gert því skóna að Sigmundur Davíð hafi verið vanhæfur sem forsætisráðherra vegna fjármála eiginkonu hans. RÚV ól á grunsemdum um fjármál þeirra hjóna og endurvarpaði fáránlegum fullyrðingum um að Sigmundur Davíð græfi undan efnahagslegu fullveldi þjóðarinnar.

En RÚV þegir um frétt sem gengur í berhögg við herförina gegn Sigmundi Davíð. Þetta heitir að ljúga með þögninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kom Sigmundur Davíð ekkert að þessum málum með kröfuhafana? Eitthvað rýmar það illa við málflutning framsóknar! Lifir þá framsókn á afrekum annarra? Og man ekki eftir að Rúv hafi sérstaklega tekið það fyrir. Heldur að kona Sigmundar Davíðs hafi verið ein af þeim sem áttu kröfur í bankana. En eins og menn Sigmundar Davíðs hafa verið duglegir að halda á lofti er engin hagsmunatengsl milli hjóna! Og Bjarni Ben er ekki í neinum tengslum við ættingja sína t.d. varðandi sölu eigna ríkisfyrirtækja. Og í raun þýðir þetta að forstjórum og stjórnendum fyrirækja ætti að vera frjálst að ráða til sín börn og skildmenni ef að ekki er hægt að sanna á þá að þau séu tekin fram yfir hæfari.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.8.2016 kl. 20:49

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ég myndi nú ekki bíða mikið eftir svörum frá honum þessum, hann hendir bara út i cosmósið, eyrir engum. Höfundi er mein illa við starfsfólk RÚV, að mínu mati. Líklega hefur höfundur ekki fengið stöðu þar sem fréttamaður. Hann svarar allavega ekki mikið hér....

Hann, höfundur, styður samt við SDG að miklum mætti, að mínu mati. Það er hans mál.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.8.2016 kl. 20:55

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þessi skrif ykkar félagar egna ekki neinn til andsvara,þau eru svo vitlaus!

 Þið getið skrifað Maraþon eftir allri síðunni einir og sér.

Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2016 kl. 21:38

4 Smámynd: Elle_

Morgunblaðið ætti að mínum dómi að endurskoða af hverju Magnús Helgi, sem veður uppi með grófum rangfærslum um fólk, ef ekki beinum lygum, skuli fá að vera á forsíðu Moggabloggs.  Og það meðan Gunnar Heiðarsson, sem er alltaf málefnalegur, er í skugganum. 

Elle_, 22.8.2016 kl. 22:38

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæta Helga, það er nú svo á þessari síðu að hér er ávalt sami kórinn, kannski ekki margradda en kór er það og kór skal það heita. Ég hef líka séð ámóta svar frá þér þar sem þú heggur til manns í stað málefnis. Ef ég og aðrir sem eru svona vitlausir, að þínu mati, hafðu það þá bara hjá þér. Stundum ef maður hefur ekkert að segja, þá fer það manni bara betur að þegja.

Góðar stundir.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.8.2016 kl. 23:27

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bara ein smáspurning: Ef allt var svona slétt og fellt og eðlilegt, af hverju reyndi SDG að ljúga sig út úr því

Ómar Ragnarsson, 22.8.2016 kl. 23:41

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Hverjir stjórna Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni?

Er ekki rétt að draga þá fram í dagsljósið?

Eða trúir því einhver að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ráði öllu? Ráði jafnvel yfir Sjálfstæðisflokks-mafíunni, heimsveldis-bankamafíunni og Birni Inga Hrafnssyni? Mér finnst það frekar hæpið. Og eitthvað rímar málflutningur þinn ekki við staðreyndir fyrri tíma.

En ég veit náttúrulega ekkert hvernig Björn Ingi Hrafnsson spilar úr sínum svartamarkaðs spilastokk gömlu rótgrónu mafíunnar, ásamt félagasamtökum DV-lögmanns-ruslaralýðsins.

Sigmundur Davíð verður kannski að skilja við konuna sína, til að sleppa við árás Sjalla-Bjarna Ben, Björns Inga, og baklands-co? Veit einhver betur en ég? Hvers vegna ekki að segja þá frá þeirri vitneskju?

Hvenær mun Höskuldur Þórhallsson leysa frá skjóðunni? Ekki efast ég um að sá drengur er heiðarlegur. Þar er ýmislegt enn ósagt, um hvernig farið hefur verið með þann ágæta dreng. Það er ég næstum viss um.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2016 kl. 23:57

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sigfús,Sigfús,ég sagði að þessar færslur (skrif ykkar hér)væru svo vitlaus,staldraði við fyrstu málsgrein þína.-- Auðvitað kemur oft klúður út úr manni,maður verður fyrir óvæntri truflun en þrákelknin bíður manni að klára.-Við tökumst á um landið sem þú átt að erfa og afkomendur mínir 28 að tölu. Mér er hreint ekki sama hvernig þessum dýrgrip er ráðstafað. 

Helga Kristjánsdóttir, 23.8.2016 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband