Auðmýkt Sigurðar Inga skilar Framsókn auðmýkingu

Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins segist á mbl.is ekkert skilja í því hvers vegna aðrir stjórnmálaflokkar vilji ekki tala við sig um stjórnarmyndun:

[Sigurður Ingi] sagðist ekki hafa skýr­ing­ar á því hvers vegna aðrir flokk­ar hefðu ekki leitað sam­starfs við Fram­sókn­ar­flokk­inn, eng­inn full­trúa hinna flokk­anna hefði sagt við hann hverju það sætti.

Á RÚV kvartar Sigurður Ingi undan forsetanum, sem láti ekki Framsókn fá stjórnarmyndunarumboð þegar fullreynt var að aðrir flokkar náðu ekki saman.

Sigurður Ingi felldi sitjandi formann Framsóknarflokksins, Sigmund Davíð, kortéri fyrir kosningar með auðmýkt sem slagorð. Framsóknarflokkurinn átti að biðjast afsökunar á því að hafa leitt Ísland úr hruni til velsældar.

Stjórnmálaflokkur sem biðst afsökunar á stærstu afrekum sínum uppsker ekki aðdáun heldur fyrirlitningu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Forseti okkar er ljóslega ekki alveg í jafnvægi.  Það var fullkomlega eðlilegt að forseti veiti sigurvegari kosninganna fyrstum  stjórnarmyndunnar umboðið og eðlilegt hefði verið að ríkjandi forsætisráðherra fengi það næst.

Það má sættast á að næst stærsti flokkurinn fengi stjórnarmyndunnar umboð á undan forsætisráðherra en hann átti þá klárlega að vera næstur. 

Þannig gerðist það ekki og sér sem forsetanum hafi verið það mjög í mun að halda Framsóknarflokknum frá. Hvers vegna?  

Hrólfur Þ Hraundal, 31.12.2016 kl. 16:32

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Forsetinn er örugglega í góðu jafnvægi.  En af hverju ætti hann að veita stjórnarmyndunarumboð stjórnmálaflokki sem hefur engan forystusauð?  Hvort sem flokkurinn heitir framsókn eða samfylking - svo sem.

Kolbrún Hilmars, 31.12.2016 kl. 19:57

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þessu er ég þér innilega sammála Kolbrún og að auki hríslast kuldahrollur um mig þegar þessi Sig.Ingi fer að vella um auðmýkt vegna kosningu sinnar í formannssætið. Við sérstakar aðstæður á þeim tíma, var hann þarfasti þjónn ofbeldismanna sem vilja komast yfir land okkar og þjóð.    

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2017 kl. 03:31

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glögglega skrifað, Páll !

Jón Valur Jensson, 1.1.2017 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband