Píratar og tvær byltingartilraunir vinstrimanna

Píratar hafna skilgreiningunni vinstri og hægri um þá sjálfa en eru ávallt tilbúnir að nota sömu skilgreiningu um aðra flokka, samanber orð Birgittu Jónsdóttur um væntanlega hægristjórn. Ef Píratar eru í raun hvorki til hægri eða vinstri ættu þeir að geta unnið með öllum flokkum.

En það er ekki tilfellið. Píratar höfnuðu hvorttveggja að vinna með Sjálfstæðisflokknum, sem er til hægri, og miðhægriflokknum Framsókn. Af þessu leiðir eru Píratar sjálfir búnir að skilgreina sig til vinstri.

Líkt og Samfylkingin um aldamótin ætluðu Píratar að verða valkostur við stjórnmálaflokka stöðugleika. Píratar stofnuðu til kosningabandalags vinstriflokkanna fáeinum dögum fyrir kosningar. Tilgangurinn var að sameina fylgi smáflokka í atlögu að stjórnarskránni og undirstöðukerfum samfélagsins.

Samfylkingin freistaði þess eftir hrun, með Vinstri græna sem hækju, að gjörbylta Íslandi með inngöngu í Evrópusambandið og nýrri stjórnarskrá. Byltingartilraunin 2009 til 2013 mistókst með tveim flokkum og nokkur bjartsýni, svo ekki sé meira sagt, að ætla að fjórir til fimm flokkar gætu endurræst ferlið kjörtímabilið 2016 - 2020.

Ástæðan fyrir misheppnuðum byltingartilraunum vinstrimanna er að stórt svæði í pólitísku landslagi á vinstri kanti stjórnmálanna er alls ekki byltingarsinnað. Hægri hlutinn af þessu svæði er kjósendamarkaður Bjartar framtíðar og Viðreisnar en vinstri hlutinn tilheyrir Vinstri grænum. Kjarnasvæði byltingarsinna er Reykjavík 101 þar sem Píratar og Samfylkingin etja kappi um forystu. En þetta er jaðarhópur.

Óhugsandi er að jaðarhópur samfélagsins stýri lýðveldinu inn á braut byltingar. Jafnvel þótt Smári McCarty eigi skammbyssu og kunni að handleika vopn.

 

 

 


mbl.is Katrínu eða Óttari að kenna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hamingjusamasta þjóð veraldar lætur ekki að sér hæða.Hún brotnar hvorki við hrun,hamfarir né byltingartilraunir kjarninn er grjótharður.   

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2017 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband