Smári pírati og stærðfræði borgaralauna

Píratar vilja að allir fái borgaralaun, þ.e. fái laun frá ríkinu bara fyrir það að draga andann. Fjármálaráðherra segir hugmyndina ávísun á gjaldþrot ríkisins. Nú er komið í ljós að Smári McCarty pírati kann ,,skapandi" stærðfræði til að láta hugmyndina ganga upp.

Smári skráði sig í stærðfræði í Háskóla Íslands. Strax á fyrstu önn kunni hann svo mikið í reikningi að hann bjó til píratíska stærðfræði sem hann seldi samnemendum sínum. Háskólakennarar í greininni urðu að vinda ofan af vitleysunni í Smára.

Smári fær ráðherraembætti í huldustjórn Pírata og annarra vinstriflokka ef kjósendur veita umboð sitt á laugardag. Með skapandi stærðfræði er hægt að keyra ríkissjóð í gjaldþrot en láta bullandi hagnað koma fram á pappírunum. Smári stærðfræðingur hefur sýnt að hann kunni til verka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Áhrif frá ruglþáttunum LOST eða hvað??

Helga Kristjánsdóttir, 25.10.2016 kl. 08:09

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég man nú ekki betur en að nokkuð mikil umræða hafi farið fram um nám Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Oxford og hvort hann hafi klárað það .  Þetta var svo mikið mál að það rataði í Kastljós og Sigmar Guðmundsson fór þar mikinn þegar hann ræddi um þetta við Sigmund.  En nú segja vinstri menn að þetta sé ekkert til að tala um þegar "ÞEIRRA" maður á í hlut.

Jóhann Elíasson, 25.10.2016 kl. 09:02

3 Smámynd: Hrossabrestur

Ef Smári McCarty er svona klár í einhverri "skapandi stærðfræði" af hverju hættir hann ekki þessu ströggli og hannar eilífðarvél sem þarf ekkert eldsneyti okkur öllum til hagsbóta? 

Hrossabrestur, 25.10.2016 kl. 10:40

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér skilst að þetta mál sé farið að snúast um magn og gæði. Magnið sé Sigmundar en gæðin Smára. Ég segi bara að ein lýgi er ekki betri en margar. 

Ragnhildur Kolka, 25.10.2016 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband