RÚV-stjórnin snýst um valdatöku, ekki málefni

Píratar og vinstriflokkarnir neita blákalt að gefa upp málefnin sem ríkisstjórn þeirra ætlar að setja á oddinn. Almenningur fær ekki að vita neitt um stefnu RÚV-stjórnarinnar í Evrópumálum, skattamálum, efnahagsmálum, atvinnumálum, málefnum hælisleitenda og svo framvegis.

Eini tilgangur fundar Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna var að tilkynna alþjóð að þessir flokkar vilja taka völdin á Íslandi eftir kosningar.

Kjósendur fá ekki að vita fyrir valdatöku Pírata og vinstriflokkanna hvort kjörtímabilið verður stutt, eins og Píratar vilja, hvort landamærin verði opnuð eins og Björt framtíð krefst, hvort krónan verður aflögð og Ísland fari í hraðferð inn í Evrópusambandið, samkvæmt stefnu Samfylkingar eða hvort skattar verða hækkaðir til að fjármagna gæluverkefni Vinstri grænna.

Píratar og vinstriflokkarnir vilja umboð frá kjósendum til að stjórna landinu án þess að útskýra hvað þeir ætla að gera við land og þjóð. Rauður þráður í málflutningi þeirra flokka sem mynda RÚV-stjórnina er að Ísland sé ónýtt. Ef RÚV-flokkarnir fá umboð kjósenda á laugardag getur enginn verið óhultur um sitt. 


mbl.is Furðar sig á leyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það var svo sem eftir þér að tengja þetta við RÚV. Þeim hefur fjölgað ógnar hratt, fíflunum sem þú sérð í kringum þig.

En væri ekki frekar við hæfi ef eitthvað kemur út úr þessu, að kalla það þá Lækjarbrekkustjórnina?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2016 kl. 13:45

2 Smámynd: Elle_

En Guðmundur kom það ekkert RUV við?  Var RUV ekki hlutdrægt með fíflunum sem þú talar um?  

Elle_, 24.10.2016 kl. 22:31

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Elle.

Ef það er þannig að „Almenningur fær ekki að vita neitt um stefnu RÚV-stjórnarinnar í Evrópumálum, skattamálum, efnahagsmálum, atvinnumálum, málefnum hælisleitenda og svo framvegis“ eins og það er orðað í pistli síðhöfundar hér að ofan.

Er þá ekki betra að RÚV hafi greint frá því heldur en ekki? Þannig geta kjósendur a.m.k. vitað hvaða aðilar það eru eru sitja á lokuðum fundum og ræða þessi atriði án þess að almenningur fái að vita um hvað er rætt.

Væri betra ef þessir aðilar væru að funda á lokuðum fundum úti í bæ og ráða ráða sínum um þessa hluti, ef þeirri staðreynd að slíkir fundir færu fram væri haldið leyndri fyrir áhorfendum RÚV með því að greina ekki frá því?

RÚV hefur aðeins um tvennt að velja: Segja frá eða ekki, alveg sama hversu lítið er vitað um það sem er rætt á fundunum. Það er varla við RÚV að sakast þau þeir sem sitja fundina vilji að svo stöddu ekki greina frá innihaldi þeirra. Hvað eiga fréttamenn annars að gera? Skálda í eyðurnar? Nei, en þeir verða þá varla heldur vændir um það í þessu tilviki.

Persónulega hallast ég að því að betra sé að fá að vita eitthvað þó sumt vanti þar inn í, frekar en að fá ekki að vita neitt, og það sé betra að fá upplýsingar þó takmarkaðar séu, heldur en að fá engar upplýsingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2016 kl. 22:47

4 Smámynd: Elle_

Já já Guðmundur, það er betra að fá að vita lítið en ekkert.  En punktur Palla var alltaf að RUV væri hlutdrægt með þessum flokkum, vinstri flokkunum.  Hann kallaði flokkana RUV-flokka og RUV-stjórn þessvegna

.

Elle_, 24.10.2016 kl. 23:02

5 Smámynd: Aztec

Guðmundur, það er sami hluturinn að sitja á fundi á veitingahúsi og leyfa engum að vita um hvað var rætt og að sitja á lokuðum fundi og leyfa engum að vita um hvað var rætt.

Aztec, 24.10.2016 kl. 23:28

6 Smámynd: Aztec

Það er svolítill dilemma að kjósa í þetta sinn. Á maður að kjósa a) Framsókn til að koma í veg fyrir að ESB-flokkarnir fimm komist til valda (og vona að nægilega margir geri það sama) eða ætti maður frekar að kjósa b) flokk sem sennilega kemur ekki manni á þing, en sem maður er sammála? Ef það verður a) þá hefur maður samvizkubit ef það heppnast ekki, en ef b) þá verður samvizkan góð, en þá komast pólítísku fávitarnir að.

Pétur D.

Aztec, 25.10.2016 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband