Kreppa vestræns valdakerfis: Nató, IMF og ESB

Brexit mun festa Bretland i kreppu, sagði IMF - alþjóða gjaldeyrissjóðurinn. Tilfellið er að breskur efnahagur mun vaxa meira en sá þýski og franski. Þetta eru trúðar, segir breskur þingmaður.

Nató var beitt í hernaðarbrölt í Úkraínu sem leiddi til ónauðsynlegra árekstra við Rússland og aukinnar spennu í Austur-Evrópu. Nató-ríkið Tyrkland, á landamærum Evrópu og miðausturlanda, er undir harðstjórn Erdogan, sem lætur Pútín Rússlandsforseta líta út eins og boðbera lýðræðis og mannréttinda.

Evrópusambandið, ESB, stendur frammi fyrir innri upplausn, sbr. Brexit, hryðjuverkaógn og evru-kreppu, og langtíma flóttamannavanda frá miðausturlöndum.

Orð Donald Trump, forsetaefnis Repúblíkana í Bandaríkjunum, um nauðsyn breyttrar utanríkisstefnu er ótvírætt merki um vaxandi einangrunarhyggju stærsta Nató-ríkisins.

Nató, ESB og IMF eru vestræn valdakerfi sem byggð voru upp eftir seinni heimsstyrjöld. Veik staða þessara valdakerfa veit á langvarandi óvissu um skipan mála í okkar heimshluta.

Forsenda fyrir nýju jafnvægi er að Bandaríkin/ESB/Nató annars vegar og hins vegar Rússland finni varanlega lausn á sambúðarvanda sínum í Austur-Evrópu. Án samstöðu í Evrópu verður ekki hægt að koma á skikki á málefni miðausturlanda.


mbl.is Vill gjörbreyta utanríkisstefnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband