Sigmundur Davíð á fullt erindi í íslensk stjórnmál

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var að ósekju hrakinn úr embætti forsætisráðherra. Þar fór saman skipulögð aðför RÚV, með tilheyrandi lygum og siðlausri blaðamennsku, almennt vantraust til stjórnmála og fremur sérkennileg embættisfærsla forseta Íslands.

Sigmundur Davíð gerði ítarlega grein fyrir fjármálum eiginkonu sinnar, sem var tilefni aðfarar RÚV, og hefur greinargerðin ekki verið vefengd.

Sigmundur Davíð reyndist þjóð sinni vel í andófinu gegn Icesave og enn betur þegar erlendum kröfuhöfum var settur stóllinn fyrir dyrnar vegna uppgjörs þrotabúa bankanna. Hann á fullt erindi í íslensk stjórnmál.


mbl.is Sigmundur ætlar að halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Því fyrr sem hann kemur aftur, því betra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.5.2016 kl. 15:23

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Langar að byrja á því að hrósa höfundi fyrir að koma í veg fyrir, með aðstoð ráðherra, að starfsmenn RÚV geti nú ekki tjáð sig á opinberum vettvangi, vel gert. 

Varðandi SDG; sem og aðra fallna leiðtog, þá er aftubatamerki að átta sig ekki á sínum vitjunartíma. 

Annars sáttur með að SDG komi tilbaka, það tryggir Framsókn undir 8%, sem er fínt, þá slær sá flokkur met Samfó frá því síðast. Enn betra væri ef ríkistjórnin myndi svíkja loforð um að kjósa í haust, þá færu báðir flokkar undur 15% sem er enn þá betra.

Lengi lifi svo Guðni TH

Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.5.2016 kl. 15:50

3 Smámynd: Agla

Ég er algjörlega ósammála því  að SDG hafi verið að "ósekju hrakinn úr embætti forsætisráðherra."

Ákvörðun hans um að "stíga til hliðar"/hætta/fara í frí var eftir því sem ég best veit hans eigin ákvörðun. Mér skilst að flokkur hans hafi ekki beitt hann neinum þrýstingi í þá átt.

Hverjir aðrir hefðu getað "hrakið hann úr embætti forsætisráðherra"?  Ég man ekki eftir að neinn ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi sagt neitt til að hrekja auminga Sigmund úr forsætisráðherrastólnum.

Var það RUV sem hrakti hann  til að stíga til hliðar/hætta með því að birta fréttir af tengslum hans beinum og óbeinum við erlend fyrirtæki og Kastljóssviðtalið fræga þar sem hann rauk á dyr þegar hann fékk óvænta spurningu?   

Ég læt það ligja milli hluta hvort hann hafi verið "að ósekju" hrakinn úr embætti.  Ég er bara að velta því fyrir mér hvort hann hafi raunverulega verið "hrakinn" úr embætti og ef ef svo af hverjum og hversvegna. 

Agla, 22.5.2016 kl. 17:05

4 identicon

Auðvitað fögnum við endurkomu Sigmundar Davíðs

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 22.5.2016 kl. 17:21

5 Smámynd: rhansen

...En framsóknarfólk  er sátt við að sja sinn formann annarsstaðar en i  slúðurblöðum vinssti manna  og aftur á Alþingi og nú er að spurja að leiksslokum ! Vinsti menn lifa milli vonar og ótta :::    

rhansen, 22.5.2016 kl. 17:28

6 Smámynd: Agla

Ég er haldin þeirri áráttu að velta sífellt fyrir mér spurningunni "Hvers vegna?"

Þess vegna langar mig til að vita hversvegna Sigurður Helgi Magnússon segir "Auðvitað fögnum við endurkomu Sigmundar Davíðs".

Agla, 22.5.2016 kl. 17:38

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

SDG er hinn stóri looser,, hraktist úr embætti forsætisráðherra eftir að ljúga í landsmenn og síðan mættu 20.000 manns til að hrópa hann burtu.

Það væri draumastaða fyrir andstæðinga Framsóknarflokksins ef Framsóknarmenn hafa ekki bein í nefinu til að láta hann víkja alveg.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.5.2016 kl. 18:28

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Maður spyr sig, í hvaða heimi býr hann Palli. Nú er allt í einu ekkert mál varðandi SDG, hann er orðinn hvítþveginn að mati Palla. SDG getur að Palla mati, haldið áfram að vegsama krónuna, en vill á sama tíma ekki sjá hana persónulega. Palli er alveg ótrúlegur!

Jónas Ómar Snorrason, 22.5.2016 kl. 19:58

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Agla, sennilega vegna þess, að þá sér fólk hversu rotið fólkið er sem kemur til með að kjósa þennan óvin Íslands nr.1 sem og þann flokk sem vill hafa hann í forsæti fyrir sig. Þetta er ekkert flókið, er það?

Jónas Ómar Snorrason, 22.5.2016 kl. 20:59

10 Smámynd: Elle_

Jónas ég furða mig á að Palli skuli hafa opið fyrir þig.

Elle_, 23.5.2016 kl. 01:17

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er nú meiri fögnuðurinn! Allir að ærast yfir ósiðlegum lygagjörningi og tiltekinn fjöldi gargar sem góðir væru.Hvar sérðu meiri gleði? Það væri þá  helst að "Kobbi kviðrista"toppaði kætin,ef heldur sem horfir.Hver veit hvað þetta gengur langt og hvenær ætlar RÚV að viðurkenna að hún kemst ekki lengur upp með þvílíka framkomu. Jafnvel þeir myndu truflast í svona 3. stiga yfirheyrslum ófarendis.            

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2016 kl. 02:15

12 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er þá best að kóa með Elle? Málið er, SDG á ekkert erindi í íslensk stjórnmál. Hann byrjar á því að ljúga því að fólki þegar hann mætir aftur, að hann hafi ekki séð blaðamannafund ÓRG, hver trúir þessu, í alvöru.

Jónas Ómar Snorrason, 23.5.2016 kl. 11:14

13 Smámynd: Elle_

Jónas ég kóa aldrei með, fylgi aldrei straumnum og stend fyrir utan pólitíska flokka.  Gæti kosið hvaða flokk sem væri ef hann væri stjórnhæfur.  En ertu viss um að þú kóir ekki með lygasögunum?  Sigmundur á fullt erindi í stjórnmál.

Elle_, 23.5.2016 kl. 11:27

14 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Bíddu nú aðeins við Elle, er t.d. Kastljósþátturinn sem ég horfði á lygasaga, var mig og landsmenn að dreyma viðtalið við SDG, og annað sem þar kom fram? Trúir þú því í alvöru, að SDG hafi ekki horft á blaðamannfund ÓRG?Telur þú að Sigmundi væri nokkur staðar stætt sem formaður og þingmaður í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, mín skoðun er, að hvergi væri honum stætt, svo einfallt er það.

Jónas Ómar Snorrason, 23.5.2016 kl. 13:13

15 Smámynd: Elle_

Jónas ég ætla ekkert að svara ótal spurningum.  Og það skiptir engu máli hvort ég eða þú trúum að Sigmundur hafi horft á eitthvað efni í RUV eða hvar sem hann nú var.  Okkur kemur það ekkert við.

Elle_, 23.5.2016 kl. 18:55

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ætli að Jón Ingi fibist viða telja þegar talningin fer yfir 20, þess vegna bætir hann núllum við tölum eftir geðþótta.

Það vita það allir að það voru engir 20,000 sem voru að mótmæla á Austurvelli, það hefur sennilega náð rúmum tvö þúsund, sem er raunverulegt fylgi Sjóræningja, VG og Samfó.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 23.5.2016 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband