RÚV viðurkennir mistök - nýjar siðareglur

Yfirstjórn RÚV viðurkennir að stofnunin brást í fréttaumfjöllun sinni um málefni forsætisráðherrahjónanna og ætlar að taka upp nýjar siðareglur. Þetta kemur fram í frétt á vísi.is

Menntamálaráðherra og yfirstjórn RÚV gerðu með sér samning þar sem segir m.a.

Í þágu gæða og fagmennsku er einnig gert ráð fyrir að starfsfólk Ríkisútvarpsins starfi eftir siðareglum og að fréttareglur fréttastofu verði uppfærðar. Jafnframt er kveðið sérstaklega á um hlutleysisskyldu fréttastofu og að ólík sjónarmið komi fram.

Yfirmenn RÚV skrifuðu undir samninginn sem jafngildir viðurkenningu, þótt óbeint sé, að fréttastofa RÚV fór út fyrir siðleg mörk, eins og bent hefur verið á.

RÚV þegir þunnu hljóði um samninginn en lætur samkeppnisaðila um að segja fréttina. Fer vel á því.


mbl.is Fyrsti hausinn fokinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

það verður að veita þeim sterkt aðhald um frettaflutning hlutlausann og efnisval !

rhansen, 5.4.2016 kl. 22:59

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hafa þetta fínt á pappírunum.

Mér dettur ekki í hug að áróðurs útvarp RÚV breytist neitt við þetta.

Þetta skjal er ekki pappírsins virði !

Gunnlaugur I., 6.4.2016 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband