Fyrirsátin í ráðherrabústaðnum - siðlaus blaðamennska

Jóhannes Kr. Kristjánsson notaði sænskan blaðamann, sem laug að forsætisráðherra um tilefni viðtals, til að sviðsetja dramatík í máli sem snýst um hversdagslegan hlut - ráðstöfun föðurarfs eiginkonu forsætisráðherra.

Fyrirsát Jóhannesar Kr. var sýnd ritskoðuð í Kastljósi, þar sem ekki kemur fram að sænski blaðamaðurinn laug um viðfangsefni viðtalsins. Í útgáfu Aftenposten af fyrirsátinni kemur skýrt fram að sænski blaðamaðurinn segist ætla að ræða almennt uppgjörið við hrunið og endurreisnina í kjölfarið. Blaðamaður Aftenposten segir: ,,hér mætir forsætisráðherra í viðtal í þeirri trú að umræðan verði um hvernig tókst að endurreisa Ísland eftir hrun."

Jóhannes Kr. notar sömu aðferð á forsætisráðherra og hann gerði við fíkniefnasala þegar hann starfaði í Kastljósi hér um árið. Upplogin tilefni viðtala eru siðlaus aðferð til að setja upp fyrirsát þar sem viðmælandinn á sér einskins ills von og kemur alltaf illa út - enda leikurinn til þess gerður.

Viðtalið í ráðherrabústaðnum var dramatískt eins og til var stofnað. En það var líka siðlaus blaðamennska.


mbl.is Hápunktur tíu mánaða vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það eina siðlausa í viðtalinu er að upp kemst að SDG hefur ekki tekið þátt í uppbyggingu og endurreisninni eftir hrunið. Hann trúir sem sagt ekki á lýðræðið. Sannleikurinn er ekki gúmmívottorð frá endurskoðunarfyrirtæki. Þess vegna get ég ekki með neinu móti séð að SDG hafi verið leiddur í gildru.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.4.2016 kl. 07:24

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég legg til að síðuhafi bíði í sólarhring áður en hann skrifar næstu færslu.

Wilhelm Emilsson, 4.4.2016 kl. 07:48

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hann kemst kannski í 7 milljónir lesenda í kvöld ef hann heldur áfram.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.4.2016 kl. 08:00

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aðferðin virðist manni lúalega röng hjá Jóhannesi. Lúmsk fyrirsát er rétta orðið. Svo er hann kominn af spurningastiginu í lokin, meðan SDG er að hrekjast út af vettvangsstað viðtalsins, og hreytir í ráðherrann sínum dæmandi orðum, birtandi þar sínar eigin fordóma-forsendur. Svo er viðtalið sett í annað samhengi eftir á.

En upplýsast þarf til fulls, hvað kona Sigmundar og hann sjálfur eiga í heild erlendis og hvort og hvernig þau hafi goldið af því skatta til Íslands. Út í hött er, að þau geti orðið samsek einhverjum mafíósum sem stunduðu peningaþvætti. Það saknæmasta hjá Sigmundi gæti orðið, að hann hafi ekki upplýst nógu vel um málin, án þess að hafa þó hagnazt með því fjárhagslega og án þess að það hugsanlega brot hafi falið í sér eitthvað sem bryti í bága við nein refsiákvæði.

Ég felli engan endanlegan álitsdóm í þessu efni. En lagalega forsendu (eða rök) vantrausts virðist mér enn skorta, og alveg er ljóst, að Birgitta og félagar hafa ekki þingrofsvaldið í sínum höndum.

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 08:32

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Góðan dag. Þetta er sænska ríkisútvarpið. Okkur langar til að fá viðtal við forsætisráðherrann og spyrja um aflandsfélag sem hann var skráður eigandi fyrir á árunum 2007-2009 og sem á verulegar kröfur á föllnu bankana.

 

Hverjur eru líkurnar á að Sigmundur Davið hefði samþykkt slíka beiðni?

Þar fyrir utan, stjórnmálamenn í vestrænum samfélögum eiga einfaldlega að geta svarað óundirbúnum spurningum. Svo einfalt er það. Ef þeir vita ekki svarið er einfaldasta mál í heimi, að segja, "fyrirgefðu, ég þarf að athuga þetta betur, ég skal senda ykkur skriflegt svar á morgun".

Skeggi Skaftason, 4.4.2016 kl. 09:06

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Össuri (Skeggja Skaftasyni) er bent á þessa færslu, þar sem hann kemur við sögu:

skolli.blog.is/blog/skolli/entry/2169532/#comment3614222

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 09:12

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Fyrst við erum að ræða um gagnsæi, þá legg ég til að Skeggi Skaftason og Predikarinn komi fram undir nafni.

Wilhelm Emilsson, 4.4.2016 kl. 09:16

8 Smámynd: Jón Ragnarsson

Það er yndislegt að sjá nytsömu sakleysingjana væla og grenja yfir falli spillingargemsans Sigmundar. Þeir bara forherðast í rassasleikjunum á elítunni. 

Jón Ragnarsson, 4.4.2016 kl. 10:21

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Skjótum sendiboðann! Giskum á hver hann er!!!

Skeggi Skaftason, 4.4.2016 kl. 10:24

10 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Hvað hefur Jón Valur fyrir sér í því að Skeggi Skaftason sé Össur? Var hann ekki sjálfur að gagnrýna lúmska fyrirsát?

Jón Kristján Þorvarðarson, 4.4.2016 kl. 10:36

11 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Einhvers staðar stendur: Tilgangurinn helgar meðalið, það á svo sannarlega við hér.

Gísli Sigurðsson, 4.4.2016 kl. 11:07

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta hefur áður komið fram í umræðum, verið bent á það af öðrum en mér, og staðfestingu á því sama (um Össur, alias Skeggi Skaft.) þykist ég hafa séð í öðrum umræðum nýlega.

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 11:14

13 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ættgengur fjandi þetta undirferli?

http://m.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3192753

Gísli Sigurðsson, 4.4.2016 kl. 11:32

14 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Stundum þarf að nota öll brögðin í bókini, til þess að ná loddaranum fram. Afbrotamenn eru síma hleraðir t.d. af lögreglu etc. etc. En eftirtektavert er að lesa, ekki bara færslu höfundar, heldur annara sem lýsa yfir óbeit sinni á hvernig SDG var uppljóstraður. En það eru aðallega kristlegir loddarar sem það gera. Fyrir þá skiptir öllu máli, hver er loddarinn, þeir hafa flokkaða góða loddara og vonda loddara. Klikkað ekki satt?  

Jónas Ómar Snorrason, 4.4.2016 kl. 12:10

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Algert siðleysi Jóhannesar

Halldór Jónsson, 4.4.2016 kl. 12:37

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hefði Sigmundur Davíð ekki haft neitt óhreint mjöl í pokahorninu og ekki haft neitt að fela hefði hann getað svarað þessum spurningum undanbragðalaust og án vandkvæða. Það er þegar maður ætlar að ljúga sem maður þarf að undirbúa sig og lendir í vandræðum með að svara.

Sigurður M Grétarsson, 4.4.2016 kl. 12:56

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ekki er gott að byggja alla hluti á líkum.En vonandi lætur hann ekki hrekja sig eins Geir Haarde. 

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2016 kl. 13:39

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er jafn þarft að losna við Sigmund Davíð úr stóli forsætisráðherra núna og það var að losna við hin dæmda Geir Haarde úr honum á sínum tíma. Orðstýr Íslands og þar með lánakjör liggja undir. Ef Sigmudnur heldur sínu embætti þá verður það móðgun við bananalýðveldi heimsins að líkja þeim við Ísland.

Sigurður M Grétarsson, 4.4.2016 kl. 13:48

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það voru mjög góð svör Sigmundar um þetta viðtal í hádegisfréttum Rúv í dag. Hann baðst afsökunar á því að hafa brugðizt svona óviðbúinn við.

En hann hefði líka getað sagt, þegar Jóhannes ruddist inn og hóf spurningar: "Þetta viðtal er ekki við þig, Jóhannes, ég vil biðja þig að fara út," og hefði því ekki verið sinnt af hálfu J.Kr., hefði Sigmundur getað sagt: "Þessu viðtali er þá lokið" eða: "I shall have to finish this interview at this moment of time, as it is being sabotaged by another, unwelcome visitor."

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 14:30

20 Smámynd: Sigurður Rósant

Sigmundur Davíð er greinilega á hlaupum undan óþægilegum spurningum. Þannig er því oft háttað með menn sem telja sig geta allt og mega allt gagnvar lýðnum.

Með lýgi skal lýgi út reka og með illu skal illt út reka. Það þykir alveg sjálfsagt að leggja gildrur fyrir barnaperra - af hverju er það þá ekki í lagi að leggja gildrur fyrir skattsvikara, aflanadsdólga og lygara?

Sigurður Rósant, 4.4.2016 kl. 15:33

21 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Skeggi skrifar: „Skjótum sendiboðann! Giskum á hver hann er!!!" Málið snýst ekki um það. 

Wilhelm Emilsson, 4.4.2016 kl. 17:57

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg skal nú bara tala íslensku hérna:  Halt þú kjafti Páll!

Snáfaðu síðan í sjallaskotið þitt og láttu ekki þjóðina sjá framsjallasmettið á þér fyrr en þú biðst afsökunnar vesalingur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.4.2016 kl. 18:31

23 Smámynd: Jón Ragnarsson

Smásálirnar og sleikjur Tortólaelítunnar fá hland fyrir hjartað. 

Jón Ragnarsson, 4.4.2016 kl. 18:56

24 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þú ert ruglaður JVJ. Drullastu til að finna fleiri eftirá skýringar handa loddaranum, loddarinn þinn. 

Jónas Ómar Snorrason, 4.4.2016 kl. 22:49

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna voru þrír rakalausir allir komnir yfir suðumark greyin.

Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 23:36

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er innifalið í uppgjöri við hrunið, ef þeir ráðamenn sem voru kosnir til að leiða uppgjör við hrunið, ætla ekki sjálfir að taka þátt í því sama uppgjöri við hrunið og koma undan eignum.

Sigmundur Davíð getur ekki sagst ætla að velta öllum steinum við og ætla sér á sama tíma að skríða undir einn sjálfur. Það sama gildir að sjálfsögðu um aðra stjórnmálamenn.

Theódór Norðkvist, 5.4.2016 kl. 11:05

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sjá t.d. HÉR! En hvað veldur séráherzlum Rúv í aflandseyja-málum og hlífiskjaldar-stefnu þeirrar ríkisstofnunar í þágu Samfylkingarinnar, sem er í skjóli Tortola-félags Jóns Ásgeirs, og í þágu ESB-innlimunar-baráttujálkanna sem ekkert er minnzt á vegna vafasamra fjármála? Er þá Rúv í alvöru ekki hlutlaust?!!!

Jón Valur Jensson, 5.4.2016 kl. 12:34

28 Smámynd: Hörður Þórðarson

Voðalega hefur Palli miklar áhyggjur af þessari "siðlausu" blaðamennsku... Mér finnst satt að segja að í hinnu stærra samhengi skipti þessi viðtalstækni engu máli, að minnsta kosti ekki ef hún er borin saman við það sem hún afhjúpaði. Kannski vildi Palli Lilju kveðið hafa?

Hörður Þórðarson, 5.4.2016 kl. 19:22

29 Smámynd: Jón Ragnarsson

Páll hafði nú ekki mikil rök áður, en núna á hann ekkert eftir. Núna er ráðist á sendiboðann. 

Jón Ragnarsson, 6.4.2016 kl. 09:10

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Sendiboðinn" er Jóhannes leynigestur, kostaður af Kastljósi og yfirstjórn Rúv til að brjóta grunnreglur allrar sómasamlegrar fréttamennsku. Þar með hefur Kastljós-gengið ða yfirstjórn þess sem slík gerzt SAMSEK honum um þetta athæfi. Svo er ÞJÓÐIN í reynd látin borga!

Þessi Jóhannes er lentur í skömm og á aldrei aftur að fá inni í Kastljósi né hjá Fréttastofu Rúv.

PS. Eggert Skúlason ritar leiðara DV í gær (5.-7. marz, Aumingja Ísland nefnist leiðarinn) og segir m.a.: "... gildran sem sett var upp af hálfu þáttastjórnendanna var líka fordæmalaus. Hvar hefði það gerst í heiminum að spyrill smyglaði sér inn í viðtal við þjóðarleiðtoga og færi að taka þátt í viðtali? Bara á Íslandi."

Svo þykist þetta sama uppþotslið vera að siðbæta Ísland!!

Jón Valur Jensson, 6.4.2016 kl. 14:38

31 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er rétt hjá þér Jón Valur, Össur Skarpheðinsson forsetaframbjóðandi tilkynnti það hér á öðrum stað í athugasemd hér á mbl.is bygginu sem svar við athugasemd til mín og elle að Skeggi Skaftason er jú enginn annar en Össur Skapheðinsson þingmaður og forsetaframbjóðandi.

Skeggi aka Össur hefur látið hafa eftir sér að hann sé að fara í forsetaframboð.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.4.2016 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband