Pólland neitar að taka við múslímum

Eftir hryðjuverk Ríkis íslam í Brussel neita Pólverjar að taka við flóttamönnum frá Sýrlandi og Írak. Samkvæmt frétt þýsku útgáfunnar Die Welt mun ákvörðun ríkisstjórnar Póllands setja í uppnám nýgert samkomulag Evrópusambandsins við Tyrkland, um meðferð flóttamanna.

Pólverjar telja hættu á að viðtaka múslímskra flóttamanna muni tefla öryggi pólskra ríkisborgara í hættu, í ljósi þess að hryðjuverkamenn nota flóttamannastrauminn til Evrópu sem skálkaskjól. Áætlað var að til Póllands færu 7500 flóttamenn, þar af 400 í ár.

Áður hafa ríkisstjórnir Ungverjalands og Slóvakíu neitað viðtöku múslímskra flóttamanna.


mbl.is Með langa glæpaferla að baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef einhverjir hafa raunverulegt vit á hvað er að gerast í heiminum, þá er það líklega almenningur í og frá Póllandi.

Það eru ekki mjög margir áratugir frá síðustu peningabankabrasks-heimsveldis-styrjöld, sem Pólverjar þekkja eflaust betur en flest allir aðrir.

Það væri okkur öllum reynslulausum, hollasta velferðar viskan, að hlusta á fólkið sem hefur reynslu af raunveruleikans lífsins skóla.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2016 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband