Góða fólkið segir morð eins og mýbit

Egill Helgason, álitsgjafi góða fólksins, gerir lítið úr hryðjuverkinu í Brussel. Hann birtir lista sem á að sýna að hryðjuverk eru mest utan Evrópu og því sé öllu óhætt.

Vandaðir fjölmiðlar, til dæmis FAZ í Þýskalandi, birta annars konar lista: yfir blóðugan feril Ríkis íslam.

Þegar fáfengilegri tölfræði sleppir birtir Egill gagnfræðaskólaanalísu um að vondir menn standi fyrir hryðjuverkum. Það á að heita kjarni málsins.

Samkvæmt rökfræði góða fólksins eigum við að umbera morðingja eins og mýbit.


mbl.is Blóðug og skelfingu lostin á bekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Trúir þú því virkilega að einhver manneskja taki undir svona fólskuverk Páll, nema kannski vopnaframleyðendur.

Jónas Ómar Snorrason, 23.3.2016 kl. 13:57

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Jónas Ómar Snorrason,

Það er fullt af fólki sem talar hryðjuverk niður.

Birgir Örn Guðjónsson, 23.3.2016 kl. 14:40

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Þessi pistill EH er með ólíkindum og mjög dapurlegur.

Þessi voðaverk eru nú ekki fjær okkur en svo að tilviljun ein virðist hafa ráðið því til að mynda að tugir Íslendinga voru ekki í innritun á leið heim til Íslands þar sem sprengjurnar sprungu í flugstöðinni. Íslendingar hefðu sömuleiðis hæglega getað verið í lestinni sem var sprengd.

Flókin og samræmd hryðjuverkaárás er framkvæmd af ótrúlegri grimmd og yfirvegun í hjarta Evrópu, í sjálfri Brussel þar sem eru höfuðstöðvar bæði ESB, NATO og fleiri fjölþjóðastofnana. Sömuleiðis var flókin aðgerð framkvæmd í París í nóvember þar sem menn hjuggu nærri sjálfum forsetanum en réðust annars sérstaklega að ungu og glæsilegu fólki í blóma lífsins og hlífðu engum. Þessi öfl sem standa þarna að baki eru afar hættuleg og virðast geta gert hvaðeina sem þeim dettur í hug. Þeim er ekkert heilagt og þau svífast einskis. Sjálfsmorðssprengjumenn eru orðnir að staðreynd í nágrannalöndum okkar. Hverjum hefði dottið í hug fyrir aðeins örfáum árum síðan að slíkt gæti gerst?

Að hengja sig á einhverja tölfræði í þessum efnum er í besta falli hártogun og barnaskapur því við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika sem á sér engin fordæmi. Allir vita að eitt stórt hryðjuverk í stórborg eða á öðrum fjölmennum stöðum getur kollvarpað slíkum tölum á augabragði og allir spyrja sig hvað verði næst? Allir vita að þetta næsta mun gerast og það getur gerst á hverri stundu, hvar sem er. Fyrrum friðsælar borgir Evrópu eru orðnar eins og þar geisi borgarastyrjaldir, vopnaðir hermenn og lögreglumenn út um allt, allir hræddir og enginn treystir neinu. Og þetta ástand versnar með hverjum mánuðinum sem líður. Óttinn er meinvarp sem étur þessi frjálsu lýðræðissamfélög upp innanfrá. Fyrst þetta á að heita mýbit þá bíð ég spenntur eftir því hvernig Egill reynir að gera lítið úr næstu voðaverkum þar sem saklaust fólk liggur eftir dáið og lemstrað til lífstíðar bæði andlega og líkamlega. Gleymum því nefnilega aldrei að tölur yfir látna segja ekki alla söguna.  

Maður hristir bara hausinn yfir þessum pistli Egils Helgasonar. Ætlar hann einnig að skrifa svona næst þegar verður sjóslys eða flugslys hér á landi, - slíkt sé nú bara "tittlingaskítur og mýbit" og vísa í tölfræði þar um sem segi að slík slys séu svo fátíð í nútímanum og við skulum því bara sætta okkur við að slíkt geti gerst?

Hér er annars slóð á beittan norskan pistil frá í dag um veruleikafirringu sumra daginn eftir 22/3/16. https://www.document.no/2016/03/lysene-er-pa-men-det-er-ingen-hjemme-2/

Magnús Þór Hafsteinsson, 23.3.2016 kl. 16:07

4 Smámynd: Hörður Þormar

Ómar Ragnarsson var á leið út á flugvöllinn ásamt Þorfinni syni sínum þegar þeim bárust fréttirnar af hryðjuverkunum.

Hörður Þormar, 23.3.2016 kl. 16:23

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Takk fyrir þennan norska pistil Magnús.Gestum mínum frá Noregi ætla ég að sýna hann á morgun.Svakalega er E.H. kaldrifjaður en þó grunar mig að það vegi þyngra hjá honum að gera meintum óvinum fjölmenningar það ekki til geðs að fordæma þessa viðurstyggð.Því leyfi ég mér að trúa,þegar allt kemur til alls,standi þeir með þjóðinni í vörn gegn þessari vá,hætt er við að annars verði mýbitið að sakbiti. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2016 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband