Helgi Hjörvar vill formennsku Samfylkingar

Helgi Hjörvar þingmaður óskar sér formennsku í Samfylkingu, nú þegar ljóst er að dagar Árna Páls eru taldir í embættinu.

Helgi þekkir baklandið sitt og veit að samfylkingarfólk er öðru heimskara þegar kemur að hagfræði. Um daginn tefldi hann fram verðtryggingarfrumvarpi sem var samstundis skotið niður af formanni i veikri stöðu. Helgi fékk sínar fimmtán sekúndur í sviðsljósinu að hafa rangt fyrir sér á skynsemismælikvarða en slá um leið pólitískar keilur innanflokks.

Áfram heldur Helgi að lesa sig inn í hagfræðiheimsku flokksfélaganna og skrifar um nauðsyn þess að taka upp annan gjaldmiðil. Engum hagfræðingi dettur í hug að ráðleggja fullvalda þjóð að taka upp framandi gjaldmiðil, enda hníga öll rök til þess að sjálfstæður gjaldmiðill sé forsenda fyrir efnahagslegum bjargráðum. Noregur er nýjasta dæmið um þjóð sem notar gjaldmiðilinn til að aðlagast breyttum efnahagsaðstæðum. Finnland, á hinn bóginn, er ekki með sjálfstæðan gjaldmiðil og lendir í efnahagskreppu þrátt fyrir að gera allt annað rétt.

Helgi Hjörvar á alla möguleika að verða næsti formaður Samfylkingar. Hann er prýðilegur fulltrúi hagheimskasta stjórnmálaflokks Íslandssögunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband