Árni Páll afneitar eigin þingmönnum

Formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, afneitar frumvarpi tveggja þingmanna flokksins, Helga Hjörvar og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur. Framvarpið er um afnám verðtryggingar og sætti harðri gagnrýni þegar það var lagt fram.

Árni Páll segir frumvarpið ekki samrýmast stefnu Samfylkingar og hann muni ekki styðja það. Í þessu máli líkt og mörgum öðrum er erfitt að henda reiður á stefnu Samfylkingar. Flokkurinn á sér ekki pólitíska kjölfestu, er ýmist hægriflokkur eða vinstriflokkur en alltaf tækifærissinnaður.

Sigríður Ingibjörg bauð sig fram gegn Árna Páli á síðasta landsfundi flokksins. Árni Páll hélt formannsembættinu með einu atkvæði. Sennilega ekki með atkvæði Helga Hjörvar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband