Pólitík misskilnings vinstriflokka

Vinstriflokkarnir reka sína pólitík á misskilningi. Þeir misskilja Evrópusambandið, halda að það sé verndaður vinnustaður tilgangslausra háskólaborgara; stjórnarskrármálið var allsherjarmiskilningur þar sem vinstrimenn töldu að stjórnarskráin, sem að stofni er frá 1874, ætti sök á hruninu 2008.

Vinstriflokkarnir trúðu að Íslendingar væru haldnir slíku sjálfshatri að orðræðan um ,,ónýta Ísland" myndi slá í gegn. Flóttamannapólitík vinstriflokkanna er byggð á sömu forsendu - um að gera að fylla landið útlendingum enda lækkar hlutfall mörlandans.

Forsætisráherra er hvekktur að orð hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem skildust fullkomlega á þeim vettvangi sem þau voru flutt, skuli misskilin af íslenskum vinstrimönnum.

Nýrra bæri við ef vinstrimenn tækju upp á því að skilja hlutina í sínu rétta samhengi. En þá væru þeir ekki lengur vinstrimenn.


mbl.is Enginn í NY misskildi Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband