ASÍ blekkir með tölum

Á almennum vinnumarkaði er launaskrið sem fer hraðara eftir því sem atvinnuleysið er minna. Í dag er sama og ekkert atvinnuleysi og þar með eru umsamdir kauptaxtar aðeins viðmið, launaskrið kemur sem viðbót.

Á opinbera markaðnum er sama og ekkert launaskrið. Opinberir starfsmenn eru með þau laun sem launataxtar segja.

Þegar forseti ASí slær fram tölum um ólíka hækkun kauptaxta á almenna vinnumarkaðnum annars vegar og hins vegar þeim opinbera þá er hann að bera saman epli og appelsínur.

 


mbl.is Hækkanir frá 18 til 45%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Páll að launskrið er vissulega hafið aftur. En ekki í þeirri vídd sem þú setur fram.

Starfsfólk ríkis og bæja nýtur ekki þessa launaskriðs og svo er um fjöldann allan af fólki sem vinnur samkvæmt almennum kjarasamningum. Má þar t.d. nefna kassafólk stórverslanna, starfsfólk í fiskvinnslu, starfsmenn stóriðjunnar og flestra fyrirtækja sem þjóna henni, auk margra fleiri starfstétta. Allar vinna þær samkvæmt þeim launakjörum sem samið er um í kjarasamningum.

Launaskriðið er þó vissulega til staðar. Í byggingaiðnaðnum grasserar það og er sjálfsagt mun meira en mælistikur ná, vegna svartrar starfsemi. Sama má segja um ferðaþjónustuna, nema þar er jafnvel enn erfiðara að mæla raunveruleikann. Og ekki má gleyma hinum ýmsu þjónustufyrirtækjum, einkum er snúa að fjármálum og ráðgjöf. Þar er launskriðið hömlulaust.

Þó ég sé nánast aldrei sammála forseta ASÍ, þá tek ég undir hans orð. Launahækkanir hjá hinu opinbera eru langt umfram það sem almenni markaðurinn getur sætt sig við. Launaskrið nokkurra hópa hjálpar ekki hinum, sem þurfa að sætta sig við launahækkanir langt undir því sem ríki og sveitarfélög hækkar sitt starfsfólk um. Stafsfólk sem í flest öllum tilfellum er á mun hærri launum fyrir og margt á eftirlaunakjörum sem eru margfalt betri en almenni markaðurinn getur látið sig dreyma um.

Það er rétt hjá þér, að bera saman launakjör kjarasamninga ríkis og bæja við kjarasamninga á almennum markaði, er eins og að bera saman epli og appelsínur. Þar eru kjör starfsfólks ríkis og bæja að flestu leyti mun betri.

En þegar kemur að því að bera saman launahækkanir, sérstaklega þegar notast er við prósentureikning, er enginn munur þar á. Þá er einfaldlega verið að bera saman hvað hver fær í ábót á sín laun, ekki hver munur á kjörum er.

Gunnar Heiðarsson, 1.9.2015 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband