Samfylkingin hækkar skatta í skjóli ófriðar

Hækkun grunnlífeyris og viðtaka 500 flóttamanna mun kosta hærri skatta. Nema að skorið verði niður á móti útgjaldaaukanum.

Samfylkingin er eyðsluflokkur. Til að fela skattahækkanir efnir flokkurinn til samfélagsófriðar, samanber síðasta kjörtímabil þegar landsbyggð og þéttbýli var att saman af hálfu ríkisstjórnar Jóhönnu Sig.

Ófriðsamur eyðsluflokkur á ekki upp á pallborðið hjá þjóðinni. Samfylkingin mælist með tíu prósent fylgi.


mbl.is Grunnlífeyrir hækki í 300 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Árni Páll búinn að gleyma ESB og fundið sér nýtt gæluverkefni.

Birgir Örn Guðjónsson, 31.8.2015 kl. 21:53

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gott að vita hvernig síðuhöfundur hugsar til eldriborgara og flóttamanna. Annars held ég að það að taka móit fólki í vanda verði fljótt til að afla ríkinu tekjur í formi skatta því að í fyrri skiptin sem við höfum tekið á móti flóttafólki á skipulegan hátt hafi þau fljótt fengið vinnu og farið að skila sínu til þjóðarbúsins. Enda ljóst að ef að fyrirtæki hér eiga að stækka þarf að flytja inn fólk til að manna hér störf. Það er nánast enginn sem vill vinna atvinnulaus í dag. Þá má jú nefna það að þegar að Samfylkingin var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum fyrir hrun þá voru hér skattar lækkaðir. Síðan varð hér hrun og ríkið var skuldum vafið og þurftu því allir að leggja í púkkið. Eins er gaman að minna á að síðast þegar framsókn og Sjálfstæðismenn voru við völd voru skattar vissulega lækkaðir! En nær eingöngu hjá fyrirtækjum og þeim sem hæstar höfðu tekjunar og eins hófst þá tími hækkaðra þjónustugjalda.

Svo kannski rétt að benda á að Samfylkingin er ekki í ríkisstjórn nú og því e ekki verið að fela neinar skattahækkanir í einu eða neinu. Og loks rétt að benda á að skv. ríkið hefur nú afsalað sér tekjum m.a af útgerð, tekjuhæstu hópunum ásamt því að rukka ekki ferðaþjónustu nema um lágmarks skatta. Þannig að fjármögnun hækkunar lífeyris ætti ekki að vera svo erfið. Svo væri ágætt að benda Birgi Erni á að Samfylkingin er jafnaðarmannflokkur, hún er ekki eitthvað apparat um Árna Pál heldur er hann formaður kosinn af flokksmönnum til að framfylgja stefnu sem flokkurinn markar sér og þar var samvinna við önnur Evrópuríki aðeins ein leið sem fólk sá til þess að bæta t.d. stöðu almennings sem er hér að borga ofurvexti og verðtryggingu. Sem og að nær allar bætur í málefnum neytendar eru orðrétt teknar upp vegna samvinnu okkar við ESB í gegnum EES

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.8.2015 kl. 22:19

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mikill er máttur þessa flokks, sem þú segir vera svona örlítinn, að ráða stefnu tveggja fagráðherra og annarra valdamanna, sem hafa verið í fréttunum í dag að útlista þetta mál, sem ég hef ekki heyrt neinn ræða um við Árna Pál. 

Ómar Ragnarsson, 1.9.2015 kl. 00:28

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Nei,nei Árni Páll puðar í tíu%
         mælunum
   Gunnar er tekinn við gömlu Esb.
         gælunum. 
          
         

Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2015 kl. 01:05

5 Smámynd: Elle_

Helga, Samfó loks að eyðast af stjórnmálakortinu. Með heil 9%.

Elle_, 1.9.2015 kl. 19:44

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

laughingTökum eitt stórt fagn,; 

Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2015 kl. 20:52

7 Smámynd: Elle_

:/

Elle_, 1.9.2015 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband