Sósialismi í einu landi er brandari í öðru

Jeremy Corbyn er hálfsjötugur sósíalisti sem að öllum líkindum verður næsti formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi. Enskir tala um carbyn-manía slík er eftirspurnin eftir kappanum.

Hvers vegna skrá íhaldsmenn sig í Verkamannaflokkin til að tryggja sigur manns sem þegar er með byr undir báða vægni? Er það af sjálfseyðingarhvöt, eins og teiknuð er upp í Daily Mail sem ímyndar sér Bretland í rúst ef 1000 daga með Corbyn?

Einn af reyndari skríbentum vinstriútgáfunnar Guardian, Polly Toynbee, útskýrir hvers vegna Corbyn mun aldrei verða forsætisráðherra Bretlands - við endurtökum: ALDREI.

Skýringin er kosningakerfið í Bretlandi. Þar eru einmenningskjördæmi sem þýðir að sá frambjóðandi til þings sem fær flest atkvæði í sínu kjördæmi fær kosningu en hinir sitja heima.

Í tölfræðilegu samhengi þarf Verkamannaflokkurinn undir Corbyn að fá nægilega marga kjósendur til að hætta að kjósa Íhaldsflokkinn. Og þar er fjall að klífa, segir Toynbee, fjórir af hverjum fimm nýjum kjósendum Verkamannaflokksins yrðu að koma úr kjósendahópi Íhaldsflokksins. Það gerist ekki á formannsvakt Corbyn.

Nær öruggt er talið að Corbyn verði næsti formaður Verkamannaflokksins. Jafn öruggt er að hann verði ekki næsti forsætisráherra Bretlands.

Sósíalisminn sem Corbyn boðar gæti höfðað til kannski fimmtungs kjósenda. Enginn verður forsætisráðherra í Bretland út á það fylgi. Þegar Corbyn tapar næstu þingkosningum er hann öllum gleymdur, líkt og fráfarandi formaður Verkamannaflokksins. Corbyn verður langdreginn brandari enda næstu þingkosningar í Bretlandi dagsettar 7. maí 2020, eftir tæp fimm ár.  


mbl.is Skrá sig á fölskum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband