Kína afhjúpar vestræna galdrahagfræði

Fall hlutabréfa í Kína ætti að vera staðbundið ef allt væri með felldu á vesturlöndum, segir álitsgjafi um hagspeki í New York Times. En vesturlönd eru ekki í lagi. Fjarri því.

Seðlabanki Bandaríkjanna fann upp þau viðbrögð við kreppunni 2008 að prenta peninga til að koma hjólum atvinnulífsins á snúning. ,,Quantitative easing" heitir hagsspekin á fagmáli og er jafnan keyrð samhliða núllvaxtastefnu - peningar eru nánast ókeypis.

Japan og Evrópusambandið fóru sömu leið, þó undir öðrum formerkjum. Til skamms tíma virtist þessi gerð inngripa virka á hagkerfið. Störfum fjölgaði í Bandaríkjunum og þeim fækkaði hægar í Evrópu. Peningaprentunin var með tvær hliðarverkanir. Hún stórjók efnahagslegt misrétti, enda sóttu þeir ríku hvað ákafast í ókeypis peninga, eins og nærri má geta, en almenningur fékk brauðmola.

Hliðarverkun númer tvö, er nátengd þeirri fyrri, og felur í sér að verðmæti hlutabréfa stórhækkaði enda nóg af seðlum í umferð.

Hlutabréfafallið í Kína afhjúpar peningaprentun sem galdrahagfræði. Þessi tegund inngripa er af sömu gerð og hamingjan sem nýr skammtur færir eiturlyfjasjúklingi.

Hlutabréfafallið mun hægja á hjólum atvinnulífsins. Og hvað á þá að gera? Prenta meiri peninga og lækka vexti niður fyrir núllið?

 


mbl.is Fallið heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband