Gunnar Bragi hótar að ganga í Samfylkinguna

Samfylkingin er miðstöð ESB-sinna á Íslandi. Aukabúgrein hjá Samfylkingu er að níða skóinn af landsbyggðinni og heimta að fiskveiðikvótinn verði tekin af fyrirtækjum þar og seldur á uppboði til kínverskra og evrópskra útgerða.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sem skipar ESB-sinna í embætti þegar því verður við komið og vitnar í blaðaskrif þeirra, segist íhuga að ganga til liðs við Samfylkinguna og mæla með uppboði á fiskveiðikvóta. Áður hefur Gunnar Bragi tekið undir það sjónarmið ESB-sinna að Ísland hætti hvalveiðum.

Sigmundur Davíð forsætisráðherra á vitanlega að taka Gunnar Braga á orðinu og leyfa honum að ganga í Samfylkinguna og afþakka jafnframt fleiri pólitísk járnbrautaslys í utanríkisráðuneytinu.


mbl.is Útgerðin sýni samfélagslega ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ég veit þú ert búinn að vera einn í heiminum Palli, svo kom ESB, samt ertu áfram að berjast. Síðan þvælist NATO fyrir, helvítis elsku NATO, eftir því hvernig vindar blása hverju sinni í þínum kolli. Samt held ég, í ofstæki þínu, að þú ruglir ansi oft saman NATO og ESB. 

Jónas Ómar Snorrason, 16.8.2015 kl. 16:11

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Okkur kæmi betur að hann hlypi!

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2015 kl. 17:21

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég held að Gunnar Bragi verði að endurskoða orð sín, og ef ekki þá verður Sigmundur Davíð að blanda sér í málið og koma manninum í burtu...

Þjóðin sagði ákveðið hug sinn í þessu ESB máli í síðustu Alþingiskosningum þegar tæplega 80% kusu flokka sem vilja ekki í ESB, flokka sem telja að hag okkar sé betur borgið fyrir utan ESB...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.8.2015 kl. 17:30

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir LANDRÁÐAFYLKINGARMENN mega sko hirða þennan sótraft og yrði það mikil hreinsun, svo kæmi kannski almennilegur maður í Utanríkisráðuneytið í staðinn.

Jóhann Elíasson, 16.8.2015 kl. 17:31

5 Smámynd: Jón Bjarni

"Við eigum allt okkar undir því að borin sé virðing fyrir alþjóðalögum og að landhelgi ríkja sé virt. Í ítrustu neyð þurfum við að reiða okkur á það að aðrar þjóðir verði reiðubúnar að leggja líf eigin borgara í hættu til þess að við fáum áfram að eiga okkar eigin fisk í friði, við getum ekki ætlast til að þær geri það umhugsunarlaust ef við sjálf erum ekki til í að færa neinar fórnir." - Gunnar  Bragi

Getur einhver hér útskýrt fyrir mér hvað er rangt við þetta?

Jón Bjarni, 16.8.2015 kl. 17:44

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég kemst við! 

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2015 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband