Flokkaflakkarar á leið til hægri

Forystumenn Bjartar framtíðar, Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall, eru flokkaflakkarar sem leita uppi örugg þingsæti fyrir kosningar. Félagarnir fengu stuðning að stofna Bjarta framtíð frá Össuri Skarphéðinssyni, yfirplottara Samfylkingar, undir þeim formerkjum að veiða upp óánægjufylgi á vinstri kantinum.

Óánægja kjósenda vinstriflokkanna var svo megn síðustu þingkosningar að fylgið fór yfir á Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem fengu meirihluta.

Þeir Guðmundur og Róbert leita hófanna eftir hægrafylgi með því að afneita móðurflokknum, Samfylkingunni. Björt framtíð er í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði og Kópavogi. Félagarnir sjá fyrir sér að hoppa á hægrivagninn í íslenskri pólitík.

Með 4,4 prósent fylgi mun enginn líta við Bjartri framtíð og skiptir engu hvort Guðmundur og Róbert leita til hægri eða vinstri. 


mbl.is Glímir við forystukreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband