Viðskiptamódel Bónus/Hagkaupa á fákeppnismarkaði

Hluthafar Haga, sem reka Bónus/Hagkaup samstæðuna, taka inn ríkulegan hagnað í skjóli fákeppni á matvörumarkaði. Árshagnaðurinn nemur um 4 milljörðum króna.

Á fákeppnismarkaði þarf ekki að haga áhyggjur af samkeppni. Löngu viðurkennt er að meintur samkeppnisaðili Bónus, Krónan, heitir svo vegna þess að Bónus ákveður verðið og Krónan er krónunni dýrari eða þar um bil.

Ekkert samráð þarf um slíka samstillingu verðlags, aðeins ,,skilning" og örar verðmælingar hjá meintum samkeppnisaðilum til að ganga úr skugga um réttan ,,skilning."

Viðskiptamódel Haga gerir ráð fyrir um 5 prósent hagnaði af veltu. Verðlagningin miðast við það.


mbl.is Miklu meiri hækkanir en vænta mátti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Talandi um fákeppni

Það virðist vera sami hópur lífeyrirssjóða og fjárfesta sem eru leiðandi í eignarhaldi á báðum samsteypunum, Hagar og Festi sem á Krónuna meðal annars.

Þannig að það er ekki mikill hvati til að reyna að stunda heilbrigða samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur.

Og svo má geta þess að Jón Ásgeir hefur ítök í Högum, "hans" fólk er ennþá að stjórna þarna og svo er æskuvinur hans og félagi, Jón Björnsson, orðinn forstjóri Festa, eigenda Krónunnar !

Er ekki eitthvað sem heitir Samkeppniseftirlit í landinu?

Ólafur Jóhannsson, 28.7.2015 kl. 00:27

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það skilar sér til lengri tíma að versla í Kosti og Netto.

Helga Kristjánsdóttir, 28.7.2015 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband