Tvær auðmannaútgáfur, 3 vinstri og 2 til hægri

Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum Baugsstjóri á auðmannaútgáfuna 365-miðla, sem hallist til Samfylkingar í pólitík en mylur þó mest undir umsvif eigandans.

Björn Ingi Hrafnsson stýrir Vefpressunni fyrir hönd auðmanna sem fela nafn og númer. Eyjan var til skamms tíma hreint vinstramálgang en fetar sig inn á miðjuna. DV er með óljósa pólitík, enda feimið við eignarhaldið.

Í landinu eru þrjár hreinar vinstriútgáfur; RÚV, Kjarninn og Stundin. Hægriútgáfurnar eru tvær; Morgunblaðið og Viðskiptablaðið.

Samantekið; hægripólitík á undir högg að sækja í íslenskum fjölmiðlum.

 


mbl.is „Ekki séns í helvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Mikið verður það ljúft þegar menn fara að hætta að flokka allt til annaðhvort vinstri eða hægri.. Það er  merkileg pólitísk lesblinda að átta sig ekki á því að það er fullt af fólki sem flokkar sig hvorki til hægri eða vinstri en hefur samt skoðanir

Jón Bjarni, 27.7.2015 kl. 16:13

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það virðist vera alvarleg meinloka hjá þessum svokallaða fréttamanni að spyrða Jón Ásgeir við Samfylkinguna.  

Sennilega er þetta ekki tregða í heilastarfssemi heldur vísvitandi rangfærsla ... til hvers veit ég ekki.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.7.2015 kl. 16:31

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Ingi, getur þú svarið af öll tengsl Jóns Ásgeirs við LANDRÁÐAFYLKINGUNA??????

Jóhann Elíasson, 27.7.2015 kl. 16:37

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Magnús Geir Þórðarsson, útvarpsstjóri RÚV, var skipaður af Sjálfsstæðisflokknum í stjórn RÚV á sínum tíma. Spurning hvort hann samþykki að RÚV sé "hrein vinstriútgáfa," eins og Páll heldur fram. Hér er smá umfjöllun um málið úr DV:

". . . hann [Magnús Geir] segir af og frá að ráðningin hafi verið pólitísk. „Ég hef aldrei starfað í pólitík og hef aldrei í mínum störfum komið nálægt pólitík eða verið sakaður um slíkt. Ég hef skoðanir á þjóðmálum fyrir sjálfan mig og fylgist með bæði þjóðmálum og alþjóðamálum. En ég hef ekki starfað í pólitík og hef ekki áhuga á að starfa í pólitík. Svo er og svo verður,“ segir hann ákveðinn."

Heimild: http://www.dv.is/frettir/2014/1/28/eg-er-ekki-mikill-skapmadur-33XD2U/ 

Wilhelm Emilsson, 27.7.2015 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband