Hjúkrunarkonur og kvenlæknar - stál í stál

Áratugir eru síðan hjúkrunarfræðingar (nær eingöngu konur) og læknar (sem þá voru alflestir karlar) skiptu með sér völdum í sjúkrahúsum. Um árabil var sátt milli þessara stétta þ.m.t. launamuninn.

Árið 2012 var ,,þjóðarsátt" um hækkun launa til hjúkrunarfræðinga, einkum með þeim rökum að þeim buðust svo góð kjör í Noregi að til vandræða horfði. Í framhaldi urðu læknar, stétt sem óðum kvenvæðist, ókátir og efndu til verkfalla sem gáfum þeim um 30% kauphækkun.

Hjúkrunarfræðingar sjá ofsjónum yfir síðustu kauphækkun lækna og finnst þau 20% sem þeim bjóðast, eins og almenna markaðnum, ótæk.

Víxlkaupkröfur tveggja kvennastétta í sjúkrahúsum landsins eru ekki eingöngu kjaradeila, heldur valdatogstreita. Kynjabreyting læknastéttarinnar einfaldar ekki málið. Laun eru ekki eingöngu peningar heldur líka spurning um virðingu starfsins.

 


mbl.is „Hann kolféll bara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband