Björgólfur eldri og lærdómurinn af Hafskip

Björgólfur Guðmundsson átti Hafskip þegar Björgólfur Thor var unglingur. Hafskip fór í gjaldþrot og tröllreið viðskipta- og stjórnmálaumræðunni um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Björgólfur eldri fór slyppur og snauður frá Hafskipsmálum og með dóm á bakinu, sem hann reyndi síðar að fá hnekkt en fékk ekki.

Björgólfsfeðgar efnuðust í Rússaviðskiptum undir lok síðustu aldar. Þeir komu með fullar hendur fjár um aldamót, keyptu Landsbankann og Eimskip, samkeppnisaðila Hafskipa forðum daga, og eitt og annað sem var falt, t.d. Morgunblaðið.

Björgólfur eldri lærði fátt af Hafskipamálum og fór lóðbeint á hausinn með allt sitt í hruninu.

Núna segist Björgólfur yngri búinn að læra sína lexíu. Kannski er hann föðurbetrungur.


mbl.is „Fjármálaskúrkurinn snýr aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hafa þeir lært ?  Farið inn á slóðina hér að neðan og lesið í viðhenginu allt um sögu þeirra feðga , ekki falleg lesning - viðkvæmir varaðir við að lesa :

.

.

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1765540/

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.5.2015 kl. 18:29

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

 Óþarfi að nudda salti í sár Björgólfs Guðmundssonar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.5.2015 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband