Ánægja og andstyggð - tilfellið Gunnar Smári

Jákvætt fólk vinnur betur úr vandamálum en neikvætt. Ástæðan er sú að jákvæður hugur skynjar tækifæri og finnur úrlausnir. Neikvæð afstaða torveldar skilning og kæfir í fæðingu hugmyndir til bóta.

Eftir hrun var andstyggðin allsráðandi í samfélaginu. Oft var sama fólkið, sem lét öllum illum látum eftir hrun, og hafði farið giska hratt um gleðinnar dyr í útrásinni. Stórir draumar urðu að ösku í hruninu.

Gunnar Smári Egilsson er dæmi um hrunkvöðul sem varð að hamfaraspámanni eftir 2008. Gunnar Smári var aðalhöfundur að fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Baugsstjóra. Hann stýrði m.a. útrás í Englandi og Danmörku þar sem milljarðar króna, m.a. í eigu lífeyrissjóða, brunnu upp á loftkastalabáli Gunnars Smára.

Þrátt fyrir að sjö ár séu frá hruni er Gunnar Smára enn djúpt sokkinn í heimsósómann og dælir reglulega út tilkynningum um hve allt er handónýtt og ömurlegt. Hann ætlaði að stofna stjórnmálahreyfingu um að Ísland yrði fylki í Noregi en virðist hættur við það í bili, þegar hann sá að eftirspurnin var ekki fyrir hendi. En trúr andstyggðinni klifar Gunnar Smári á því að við höfum það skítt.

Sumum líður ekki vel nema í óánægju.


mbl.is „Ísland er bara nokkuð gott“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þar ferð þú sjálfur fremstur í flokki. Virðist hata allt og alla sem ekki eru sammála þér.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 28.5.2015 kl. 13:38

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sigurður! Betra er heima í góðum flokki,en útrásar óánægju fokki.

Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2015 kl. 14:29

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sá ágæti drengur Gunnar Smári er afturhaldið uppmálað eins og hannaður af Samfylkingunni, eða öfugt?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.5.2015 kl. 16:43

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ef sagt er frá staðreyndum sem fólk er ekki sammála, er samt sem áður staðreynd, ekki hugarburður, þá er ráðist á sendiboðann. Rörsýni fólks á sér engan endi, því alltaf er hægt að bæta lengd rörsins, en um leið smækkar sjóndeildarhringurinn. Það er það sem er að gerast hjá síðuhöfundi, Heimir og Helga fljóta með.

Jónas Ómar Snorrason, 28.5.2015 kl. 19:02

5 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Hér veður þú ómálefnalega í manninn".  Alger óþarfi.  Hann skrifaði einmitt ljómandi málefnalega grein nýlega um þjóðarframleiðslu á mann hér og í samanburði við önnur lönd. Forsenda þess að byggja upp er að viðurkenna vandann og fá  botnspyrnu.  Fögnum heldur þeim sem leggja það á sig.

Guðjón Sigurbjartsson, 29.5.2015 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband