Vinstrimenn vilja banna reiðufé; frelsið í húfi segja hægrimenn

Í verðhjöðnun eykst verðmæti peninga en þeir rýrna í verðbólgu. Ef ekki væri fyrir reiðufé væri til muna auðveldara, í gegnum rafræna peningastjórnun seðlabanka, að stýra verðmæti peninga til samræmis við stefnu stjórnvalda.

Nokkur umræða er í Evrópu um afnám reiðufjár. Stjórnvöld í Evrópusambandinu og seðlabanka sambandsins finna til þess að eiga ekki öflug stjórntæki til að stýra efnahagsbúskap evru-svæðisins og vildu gjarnan afnema reiðufé.

Þýski hagskríbentinn Wolfgang Münchau tekur þýsku umræðuna um reiðufé saman í Spiegel og segir vinstrimenn vilja afnema reiðufé en hægrimenn segja frelsið sjálft í húfi ef það gerðist.

Peningar þjóna þríþættu hlutverki. Þeir eru greiðslumiðlun, greiðslueining og verðmæti.

Um tvö fyrst nefndu hlutverkin er varla álitamál, segir Münchau. Hvort heldur við greiðum með greiðslukorti eða reiðufé er um að ræða greiðslumiðlun og greiðslueiningin er sú sama, þ.e. króna, dollar, evra eða önnur tilgreind mynt.

Styr stendur aftur um peninga sem verðmæti. Vinstrimenn segja að án reiðufjár væri hægt að virkir neikvæðir vextir í samræmi við stefnu stjórnvalda. Með neikvæðum vöxtum á rafpeningum er verðmæti þeirra skipulega fært niður. Ef stjórnvöld vilja auka neyslu og fjárfestingu þá meyndu þau setja á neikvæða vexti - til að koma peningunum í umferð. En slík stefna virkar ekki við núverandi kringumstæður. Við neikvæða vexti hættir fólk að geyma peninga í banka, það tekur út reiðufé til að forða þeim frá rýrnun. Peningarnir fara annað í geymslu en ekki endilega í neyslu eða fjárfestingar. Í verðhjöðnun eykst verðmæti peninga með því að vörur og þjónusta lækkar. Peningar geymdir undir kodda aukast þannig að verðgildi. 

Hægrimenn telja inngrip stóra bróður í verðmæti peninganna skapa fordæmi fyrir eignaskerðingu og þar með sé frelsið sjálft í húfi.

Münchau, sem heldur hallast til vinstri í pólitík, tekur undir með hægrimönnum og sér ekki fyrir sér að reiðufé verði afnumið í bráð. Rök Münchau eru þó hagkvæmnisrök en ekki pólitísk. Hann segir enn langt í land að hægt sé að komast af án reiðufjár, jafnvel í tiltölulega þróuðu samfélagi eins og því þýska. 

 


mbl.is Verðhjöðnun í fyrsta sinn í 55 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband