Illugi fær syndaaflausn frá Þorbirni og blaðamönnum

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hélt persónulegum hagsmunum sínum aðgreindum frá opinberu hlutverki sínu þegar hann muldi undir Orku Energy í Kína.

Blaðamenn telja Illuga ekki geta haldið einkahagsmunum sínum aðskildum frá opinberum athöfnum og gagnrýna ráðherra fyrir að þiggja persónulega greiða frá fyrirtækjum sem hann hefur afskipti af.

Íslenskir blaðamenn þykjast halda persónulegum hagsmunum sínum utan við fréttaumfjöllun þótt þeir fái utanlandsferðir frá viðfangsefnum sínum. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á Stöð 2/365 miðlum þiggur ferðir frá Evrópusambandinu, og þar eru oft dagpeningar einnig greiddir, og frá Wow flugfélaginu.

Þorbjörn þykist gera skýran greinarmun á persónulegum hagsmunum sínum og þeim opinberu, sem hann þjónar sem fréttamaður.

Og jólasveinar koma til byggða í júlí.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband