Jónas, lýðræðið og Machiavelli

Bloggari var framkvæmdastjóri Heimssýnar í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. og hitti reglulega fulltrúa Evrópusambandsins, bæði frá framkvæmdastjórninni og þinginu. Brusselfólkið kom hingað að fá upplýsingar um gang mála.

Við í Heimssýn vísuðum ítrekað í andstöðu á alþingi við ESB-umsóknina sem og að afgerandi meirihluti þjóðarinnar var á móti ESB-aðild - og er enn.

Viðbrögð fulltrúa ESB voru ávallt þau sömu. Þeir sögðu að íslensk stjórnvöld hefðu sótt um aðild og á meðan íslensk stjórnvöld vildu halda ferlinu inn í ESB áfram þá myndu stofnanir sambandsins vinna að sama markmiði.

Nú ber svo við, þegar íslensk stjórnvöld eru búin að afturkalla ESB-umsókn Samfylkingar, að sumir talsmenn Evrópusambandsins vilja meina að það sé ekki nóg að íslensk stjórnvöld séu með stefnu í Evrópumál heldur verði þingflokkarnir að vera með sömu stefnu. Michael Roth, Evrópumálaráðherra Þýskalands, á að hafa sagt orð í þá veru í heimsókn sinni hingað.

Jónas Kristjánsson segir þessi nýmæli, að gera kröfu um að þingflokkar séu sammála stjórnvöldum, kennslustund í lýðræði. En þetta er ekki lýðræði, ekki fremur en það var lýðræði þegar Írum var skipað að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabonsáttmálann eftir að hafa hafnað sáttmálanum.

Ef þessi sjónarmið ESB-fólksins eru kennslustund þá er kennslan í fræðum Machiavelli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það úir og grúir af þvílíkum hentistefnu persónuleikum hér.Þeir rekast vel vinstra megin í pólitík,ekki síst í útþennlu samtökum eins og ESB.Þetta kann ofurríkjasamband Evrópu að nýta sér.Þeir þekkja eiginleika þeirra,vita að þeir gera allt fyrir vonina um pening og tign.                                                                                                                                                                                              

Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2015 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband