Verkalýðshreyfingin á VÍS - 75% launahækkun takk fyrir

Í gegnum lífeyrissjóðina á verkalýðshreyfingin VÍS en þar voru laun stjórnarmanna hækkuð um 75 prósent. Samkvæmt hlutahafalista VÍS eru helstu eigendur Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður og lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

Verkalýðshreyfingin verður að tileinka sér samkvæmni í afstöðu sinni til kjaramála. Það tekur ekki tali að stjórnir og forstjórar fyrirtækja verkalýðshreyfingarinnar maki krókinn og fái fáránlegar kjarabætur en mæti síðan hjá Samtökum atvinnulífsins og tali í umboði lífeyrissjóða verkalýðshreyfingarinnar um nauðsyn hóflegra kjarasamninga.

Verkalýðshreyfingin getur ekki sagt pass í mótun kjarastefnu fyrir samfélagið allt, og verður að láta af meðvirkni með forstjóraveldinu og stjórnum fyrirtækja.


mbl.is Stjórn VÍS fékk 75% hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Orð í tíma töluð. Lífeyrissjóðir eiga vel yfir þriðjung í VÍS og verða því að líta í eigin barm.

Ragnhildur Kolka, 16.4.2015 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband