Sjálfsmorð, glæpur og trú

Sjálfsmorð eru litin hornauga í kristnum menningarheimi. Þeir sem tóku eigið líf fengu til skamms tíma ekki kristna greftrun enda glæpur að tortíma dýrmætustu guðsgjöfinni, lífinu sjálfu. Í veraldlegum heimi vesturlanda er sjálfsmorð tíðast greint sem sjúkdómur og sem slíkt án tilgangs.

Fyrirsögnin ,,Sjö Frakkar frömdu sjálfsmorðsárásir" er óskiljanleg sökum þess að vestrænn menningarheimur býður ekki upp á merkingarlega umgjörð til að ræða árásir og sjálfsmorð í sömu andrá.

En um leið og upplýst er að Frakkarnir sjö eru múslímar klæðast sjálfsmorðsárásirnar merkingarbærum búningi. Í vestrænum augum er atburðurinn glæpur en múslímum tekst að finna þar trúartjáningu.


mbl.is Sjö Frakkar frömdu sjálfmorðsárásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Ef höfundur vissi eitthvað um sögu kristinnar trúar, þá myndi hann vita að meginástæða þess að farið var að fordæma sjálfsvíg í kristni var sú að þegar búið að var að boða eilífa sælu hinu megin og lítt upplýst og fáfrótt fólk trúði því eins sannarlega og að sólin kæmi upp að morgni, þá var einfaldasta leiðin fyrir þá sem bjuggu í þrældómi og fátækt,  að svipta sig lífi til að öðlast hina eilífu sælu. Það var ekkert annað en pragmatík sem varð þess valdandi að sjálfsvíg urðu litin hornauga í kristinni trú, einkum vegna þess að þrælar gerðu það og það leist eigendum þeirra illa á.

Ef höfundur hefði eitthvað kynnt sér félagsfræðirannsóknir, þá myndi hann líka vita að sjálfsvíg eru langalgengust meðal þeirra sem aðhyllast skoðanir kristinna mótmælenda.

Halldór Þormar Halldórsson, 14.4.2015 kl. 10:14

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert nú bara að búa þér til nýja hentugleika-mýthu með þessari sagnfræðivillu þinni, Halldór. Og ekkert virðistu vita um sjálfsvíg í Japan!

Jón Valur Jensson, 14.4.2015 kl. 18:09

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Reyndar er Grænland efst á lista um sjálfsvíg, 83 á hverja 100.000 íbúa.

Þá koma Litháen nr. 2 með 36,7 á 100.000 íbúa, S-Kórea með 28,5, Guyana með 26,4, Kazakstan með 25,6, Slóvenía með 21,8, JAPAN með 20,1, Slóvakía með 9,9, Ungverjaland 21,1, Lettland 20,8, Hvíta-Rússland 20,5, Úkraína 19,8, Króatía 19,7og Rússland 18,2. Evrópulöndin hér eru með einhver lökustu kjör í álfunni, en ekki "meðal þeirra sem aðhyllast skoðanir kristinna mótmælenda," bara svo að við höfum það rétt !

Heimild: http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_suicide_rate (tölurnar eru ekki allar frá sömu árum; 2006-2014 ná þær yfir, mismunandi eftir löndum).

Jón Valur Jensson, 14.4.2015 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband