Guðmundur Steingríms: af hverju eru fíflin ekki boðuð á fund?

Formaður Bjartar framtíðar segist hafður að fífli. Í frétt mbl.is segir ennfremur

Upp­lýst var á þing­fund­in­um að Sig­mund­ur væri á fundi um los­un gjald­eyr­is­höft og spurði Guðmund­ur hvað kæmi fram á þeim fundi. „Hvaða fund­ur er þetta um höft­in og af hverju er ég ekki þar?“

Og hvers vegna eru fíflin ekki boðuð á fund?


mbl.is „Af hverju er ég ekki þar?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er ekki nokkur ástæða til að sína stjórnarandstöðunni traust þar sem það yrði aldrei endurgoldið, heldur notað svo sem kostur væri til að lemja á þeim innan stjórnarinnar sem hvað skírast og ærlegast flytja mál sitt. 

Þannig málflutning hafa kommúnistar aldrei þolað og það ættu allir að vita að það varð kommúnistaflokkur, sem klofnaði og klofnaði og klofnaði og í öllum þessum brotum eru sömu komma genin.  Það er svo með þennan Steingrímsson að hann veit svo miklu minna en allir aðrir hvað hann er.     

Hrólfur Þ Hraundal, 13.4.2015 kl. 19:49

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hrólfur, Guðmundur Steingrímsson er með Framsóknargen, ekki satt? :)

Wilhelm Emilsson, 13.4.2015 kl. 20:15

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég gef mér það, Hrólfur, að þú vitir hverra manna Guðmundur Steingrímsson er. 

Wilhelm Emilsson, 13.4.2015 kl. 20:25

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og það er þess valdandi að hann nýtur enn síður nokkurs trausts Wilhelm, kannski er ástæða til að skoða sögu þessa manns:  Upphaflega var hann í Framsóknarflokknum.  En þegar honum varð ljóst að formannsembættið gekk ekki í erfðir, hætti hann í FRamsókn og gekk í LANDRÁÐFYLKINGUNA, þar var ekkki pláss fyrir metnað hans og hann stofnaði, ásamt Össuri Bjarta Framtíð en þar fékk hann að vera formaður.  En eitthvað virðist vera í gangi á þeim bæ og kæmi ekki á óvart að væri farið að "hitna" undir formanninum og félagsmenn vildu fara að sjá eitthvað gerst................

Jóhann Elíasson, 13.4.2015 kl. 20:32

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Myndirðu segja það sama um Ólaf Ragnar Grímsson, Jóhann?

Wilhelm Emilsson, 13.4.2015 kl. 21:05

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég þekki ekki hans sögu svo þar hef ég frekar lítið að segja.  En þér virðist mikið í mun að verja amlóðann Guðmund Steingrímsson.  Hver sem ástæðan fyrir því getur verið?

Jóhann Elíasson, 13.4.2015 kl. 22:31

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Mér finnst bara að menn eigi að njóta sannmælis, Jóhann. Það er allt og sumt.

Wilhelm Emilsson, 13.4.2015 kl. 23:04

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Fólk er fífl" var víst sagt á frægum samráðsfundi hér um árið. 

En tökum dæmi um röksemdafærsluna þess efnis að sá sem er hafður að fífli sé slíkt fífl að hann sé einskis virði en hinn sem fíflar, sé virðingar verður og geri gott í því að hafa hinn trúgjarna að fífli: 

Sölumaður selur stórgallaða vöru, leynir göllunum og hefur þar með kaupendurna að fíflum. 

Siðfræðin hér að ofan byggist á því að álykta sem svo, að þeir sem voru hafðir að fíflum fyrir að trúa hinum óprúttna sölumanni, séu fífl, en sölumaðurinn hins vegar svo mikillar virðingar verður, að hann hafi haft fulla ástæðu til þess að líta á kaupendurna sem fífl og aumingja. 

Ómar Ragnarsson, 13.4.2015 kl. 23:18

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það sannast nú enn og aftur að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

Af hverju er ég ekki þar, sennilega af því að þú ert enginn maður í svona stórmál Herra Guðmundur Steingrimsson.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.4.2015 kl. 23:37

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Um hvaða sannmæli ert þú eiginlega að tala um Wilhelm?  Er það einhverjum vafa undirorpið hvers konar undirferli Guðmundur Steingrímsson hefur lagt stund á síðustu árin?

Jóhann Elíasson, 14.4.2015 kl. 00:03

11 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já Ómar Einar Ben seldi einhverjum glópum Norðurljósin fyrir ca 100 árum. Einar er einmitt gott dæmi um góðan og virðingarverðan sölumann.  Gummi Steingríms er "glópurinn" sem er alveg vonlaus og hefur ekkert að gera á Alþingi okkar íslendinga þó svo að pabbi hans og afi hafi einhvern tíman gert þar góða hluti !

Gunnlaugur I., 14.4.2015 kl. 00:32

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég er að tala um að skipta um flokka, Jóhann. Að þínu mati grefur það undan trúverðugleika stjórnmálamanns. Ég get alveg skilið þá skoðun. En kynntu þér feril Ólaf Ragnars Grímssonar. Það er auðvelt--og svo mátt þú segja mér, ef þú kærir þig um auðvitað, hvort það grefur undan trúverðugleika hans.

Wilhelm Emilsson, 14.4.2015 kl. 01:30

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þeir sem raunverulega voru hafðir að fíflum, voru kjósendur framsóknarflokksins. Það voru þúsundir manna, hvað munar þá um að fífla einn og einn þingamann, piece of cake. En svona fyrir Jóhann, þá voru eiginlega þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin, sem komu Sf af stað. Hófu það verkefni með ferðini frægu um Ísland, sem hét Á rauðu ljósi. Restina googlar svo Jóhann bara, hafi hann áhuga á að kynna sér pólitískan feril ÓRG, sem ég reyndar hef lúmskan grun um, að hann þekki en viðurkennir ekki fyrr en haninn hafi galað þrisvar, eins og segjir í bókini frægu.  

Jónas Ómar Snorrason, 14.4.2015 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband