Krónan og fullveldi virka, evra og ESB-aðild ekki

Með krónuna og fullveldið að bakhjarli tókst okkur að fara í gegnum hrunið á skaplegri hátt en Írum - að ekki sé talað um ríki Suður-Evrópu sem eru í varanlegum efnahagshlekkjum evrunnar.

Írar, sem þykja koma hvað best úr bankakreppunni af ESB-ríkjum, skulda meira en við og búa við meira atvinnuleysi. Efnahagsmál írlands eru varanlega óstöðug vegna evrunnar, segir írski hagfræðingurinn David McWilliams, sökum þess að helstu útflutningsmarkaðir Íra eru Bandaríkin og Bretland.

Evran virkar heldur ekki fyrir Suður-Evrópu, þar er hún alltof hátt skráð, jafnvel þótt hún hafi rýrnað hressilega gagnvart öðrum gjaldmiðlum eða um 25% gagnvart dollar sl. ár.

Skipuleg lækkun evrunnar veldur ójöfnuði í viðskiptum við Bandaríkin og teflír í tvísýnu fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og ESB sem átti að auka hagvöxt beggja vegna Atlantsála.

Grikkland er við það fara úr evru-samstarfinu og taka upp drökmu. Æ fleiri hallast að því að evru-samstarfið sé rótin að pólitískri upplausnin á evru-svæðinu þar sem öfgaflokkar til hægri og vinstri fá byr í seglin vegna efnahagslegrar eymdar sem evran veldur.

Hér heima eru það krúttlegri nördar í Pítrata-hópnum sem fá aukið fylgi þegar almenningi finnst reglulegu flokkarnir ekki standa sig. Við áttum okkur ekki á því hve vel við búum með krónu og fullveldi sem bakhjarla.

 

 


mbl.is Útlit fyrir hægfara en stöðugan bata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er skrýtið ójafnvægi í verðlagi á norður- og suðursvæði evrunnar. Í BNA er hærra verðlag, þar sem kaupmáttur er hærri, en sömu vörur kosta hins vegar minna í Þýzkalandi en í Grikklandi. Þess vegna reynir ECB að kynda undir verðbólgu í Þýzkalandi, en Þjóðverjar vilja ekkert af henni vita heima hjá sér. Þetta skapar spennu og hlýtur að enda með ósköpum.

Bjarni Jónsson, 3.4.2015 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband