Lýðræði í Grikklandi er ómarktækt í Brussel

Grikkir gáfu frá sér fullveldi með aðild að Evrópusambandinu og í enn meira mæli með inngöngu í evru-samstarfið.

Lýðræði í Grikklandi gildir ekki í höfuðstöðvum ESB í Brussel nema að því marki að Grikkir mega ákvaða hvaða fulltrúa þeir senda til að taka við tilskipunum frá Brussel.

Lýðræði aðildarríkja í ESB verður farsi sem enginn tekur mark á. Á hinn bóginn er tekið mark á hótunum. Grísk stjórnvöld hóta öðrum ESB-ríkjum að taka málstað Rússa í Úkraínu-deilunni.

 

 


mbl.is Algjörlega óraunhæf fyrirheit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu hvað hafa skuldir Grikklands með lýðræði í ESB að gera! Getum við þá bara ákveðið að borga ekki skuldir Íslands og aðrar þjóðir þá bara að sætta sig við það. Drífum í því! Við erum ekki einu sinni í ESB. Nei kannski ættum við að taka en meiri lán og kannski að selja enn fleiri ríkisskulabréf sem við svo geiðum ekki! Og heimtum svo enn meiri lán og fyrirgreiðslu frá hinu vondu Þjóðverjum eða hverjum sem það voru sam lánuðu okkur! Minni nú á að AGS og aðrir sem lánuðu okkur kröfðust þess þegar við fengum neyðarlánin að við sýndum og skrifuðum upp á samninga um að við ætluðum að skera niður og haga málum þannig að við gætum greitt þessi lán til baka. En það var náttúrulea bull. Við erum fullvalda þjóð og áttum ekkert að borga þetta til baka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2015 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband