Breivik, Lubitz og sjálfsdýrkun

Myndin sem dregin er upp af þýska flugmanninum Andreas Lubitz, sem fargaði sjálfum sér og 149 farþegum í þotu Germanwings, minnir nokkuð á Anders Behring Breivik sem drap 69 saklaus ungmenni á Útey fyrir fjórum árum.

Breivik var sjálfsdýrkandi, segir í mati sálfræðinga þar sem saman fer félagsleg einangrun, sjálfsupphafning og þráhyggjufull löngun að breyta heiminum. Þýski flugmaðurinn sagði fyrir tveim árum að hann ætlaði sér að vinna frægðarverk sem héldi nafni hans á lofti.

Sjálfsdýrkun helst í hendur við siðblindu enda sjálfsdýrkendur of uppteknir af eigin hugarheimi til að eiga eitthvað aflögu handa öðrum.

Sjálfsdýrkendur búa yfir meiri hæfileikum en meðalmaðurinn til að verða fyrir vonbrigðum. Meðal-Jóninn finnur fyrir vanmati endrum og sinnum en sjálfsdýrkandinn er í stöðugri baráttu við minnimáttarkenndina og leitar á náðir fantasíunnar til að sigrast á þeim djöfli.

Þýski samfélagsrýnirinn Hans Magnus Enzensberger ígrundar hugarfar róttæka einstæðingsins og segir getu sjálfsdýrkenda til vonbrigða vaxa með framþróun samfélagins. Síaukin vonbrigði auka innri spennu sem stundum verður einstaklingnum um megn.

Tækniframfari veita sjálfsdýrkendum fleiri tækifæri til að setja mark sitt á heiminn. Nær allir gera það án þess að valda öðrum fjörtjóni. En inn á milli leynist einn Breivik og stakur Lubitz.


mbl.is Fyrrum kærasta Lubitz tjáir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir eru fleiri sem framið hafa ódæðisverk bara til að komast á sögubækur eða í fréttirnar! Það getur hafa átt við um Jack Ruby, sem drap Lee Harvey Oswald, banamann Kennedys forseta, og það kann einnig að eiga við um banamann Johns Lennon.

Rakið, sjálfselskt kvikindi er þessi maður að drepa þannig fjölda saklausra barna og fullorðinna -- og að hafa haft ásetning um verkið lengi. Endanlegur áfangastaður hans liggur nokkurn veginn á hreinu.

Jón Valur Jensson, 28.3.2015 kl. 19:58

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sennilega mikið rétt hjá þér Páll. En eins líka andstæðan og allt þar á milli. Alhæfing á bara ekki við í svona máli. Svo eru mál Breiviks og Lubitz allt of ólík að upplagi og hugsjónum. Hugsjón Breiviks var að upplagi eins konar uppreisn/hryðjuverk. Meðan í tilviki Lubitz, var um að ræða sjúkleika manns, sem kom sennilega fram, en vegna reglna fengu að haldast leyndir. Í þess konar tilvikum hljóta flugfélög að láta reyna á rétt sinn til þess að fá upplýsingar, sem varða þeirra starfsfólk. Jafnvel að læknar verði skyldaðir til þess að upplýsa um ástand fólks, sem hefur með höndum ábyrgð á lífi fólks. 

Jónas Ómar Snorrason, 28.3.2015 kl. 20:39

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Rétt kæri Jón Valur,

Þessi flugmannsóþokki mun ekki verða í hópi þeirra sem rísa munu upp úr gröf

um sínum á efsta degi og eigi mun hann öðlast eilíft líf í ríki Drottins Guðs vors. Hann er að eilífu hrfinn og mun liggja í gröf sinni í eilífum svefni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.3.2015 kl. 21:07

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hefði nú haldið samkvæmt gömlum og gegnum rétttrúnaði allra meginkirkna og sérstaklega þeirra upprunalegu, að hann endi í kvalastaðnum sem slíkum er fyrirbúinn sem viljandi og vísvitandi fremja slíkar himinhróplegar syndir.

Jón Valur Jensson, 28.3.2015 kl. 22:12

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held reyndar ekkert um þetta, heldur er það staðföst trú mín á orð Jesú sjálfs.

Jón Valur Jensson, 28.3.2015 kl. 22:13

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 Kæri Jóm Valur.

Hvað fór ekki systur Lazarusar og Jesú á milli áður en Jesu reisti hann frá dauðum, svefninum eins og Hann sagði.Það rímar við orð postulanna um svefn Davíðs konungs sem og það sem Páll rotaði um efsta dag.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.3.2015 kl. 22:28

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Maður spyr sig hvort þessi greining nái yfir hindúa og múslima líka.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.3.2015 kl. 22:32

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Predikari góður, trúirðu ekki á helvíti? Ég veit að það færist í vöxt að kristnir menn gera það ekki og Sjöunda dags aðventistar hafa aldrei gert það.

Wilhelm Emilsson, 29.3.2015 kl. 00:06

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Wilhelm

Það er erfitt að lesa út helvíti í Biblíunni eins og það var kynnt á miðöldum sem og síðan í óteljandi skáldsögum og listaverkum.

Orð Jesú gefa það ekki til kynna, en víðast er haft eftir Honum það sem vísar í að það sé ekki til í þessum skilningi sem flestir nota. Þá benda sömuleiðis orð postulanna og annað það sem í Biblíunni er til að það sé ekki til.

Frægt er að einhver í bandaríkjum Ameríku lofaði nýjum jeppa hverjum þeim sem gæti sannað helvíti út frá því sem í Biblíuna er ritað. Nú munu vera komin einhver 20 ár og enginn mun hafa krafist jeppans.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.3.2015 kl. 00:38

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll aftur, kæri predikari.

Við ræddum þetta ekki alls fyrir löngu. Það var fínt spjall :) 

http://emilssonw.blog.is/blog/emilssonw/entry/1575134/#comments

Wilhelm Emilsson, 29.3.2015 kl. 01:51

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já kæri Wilhelm, mig minnti að þa hefði einmitt verið á síðunni hjá þér ;)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.3.2015 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband