Heimurinn minnkar - en stríðsbröltið eykst

Hraðbraut milli London, Moskvu og New York hljómar eins og vestrænar þjóðir og Rússar sitji á sátts höfði. En það er öðru nær, vesturlönd og Rússar berjast um forræðið yfir Úkraínu sem liggur á milli Evrópusambandsins og Rússlands.

Bandaríkin kynda undir ófriði í Úkraínu og freista þess að sýna mátt sinn og megin með því að skutla vígtólum fram og til baka um Evrópu. Þýska blaðið Frankfurter Allgemeine segir frá mótmælum í Prag í Tékklandi gegn amerískri vígvæðingu.

Evrópusambandið vill auka á vígvæðingu álfunnar með ESB-her til að styrkja stöðu sína andspænis rússneska birninum.

Rússar fyrir sitt leyti finna veika bletti á vesturlöndum undir þeim formerkjum að óvinir óvinanna eru vinir. Rússar veita Argentínumönnum stuðning sem aftur vilja herja á Falklandseyjar undan ströndum landsins en þær eru undir breskum yfirráðum.

Rússar eru háðir olíuútflutningi og væri fátt kærara en að verðið á svörtu auðlindinni hækkaði. Þess vegna væru þeir vísir að styðja Írani á móti Sádi-Arabíu í forræðisdeilunni yfir Jemen þó ekki væri nema til að bæta viðskiptajöfnuðinn.

Ágreiningur stórvelda, skærur og smástríð hér og hvar í heiminum, sem stórveldin styðja með ráðum og dáð, eru ekki góður fyrirboði um það sem koma skal.

Alþjóðlega öryggiskerfið er í uppnámi eftir lok kalda stríðsins og leitar að nýju jafnvægi. Á meðan reyna bæði stórríki og smælingjar að koma ár sinni fyrir borð.

Næstu ár verða ekki friðsöm í henni veröld.


mbl.is Vill hraðbraut frá London til New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það er alveg greinilegt að það er hægt að horfa á heimsmálin (og sjálfsagt öll mál) frá tveim hliðum verð ég að segja.

Teitur Haraldsson, 29.3.2015 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband