Píratar eru nördar - sjálfsímynd þjóðarinnar

Píratar eru nördar á sviði höfundarréttar. Forrík samfélög á Norðurlöndum leyfa sér þann munað að hampa Pírötum á opinberum vettvangi. Og auðvitað verða Íslendingar að trompa það og gera Pírata hluta af þjóðþinginu og að stærsta flokki landsins í skoðanakönnun.

Okkur finnst krúttlegt að gera nördaflokk hátt undir höfði rétt eins og okkur fannst sniðugt að kjósa Jón Gnarr og Besta flokkinn.

Vantraust á starfandi stjórnmálaflokkum og fyrirfólki samfélagins er eðlilegt eftir höggið sem sjálfsímynd þjóðarinnar fékk haustið 2008. Fólk leitaði að öðruvísipólitík til að sýna hefðinni fingurinn. Og alltaf er eitthvað framboð af sérsinnum, þessum sem ýmist er kallaðir sérvitringar, nördar eða spámenn í öðru föðurlandi.

Jarðskjálftakippir þjóðarsálarinnar urðu engu að síður mest á yfirborðinu. Fokk jú yfirlýsingar kjósenda í kosningum og skoðanakönnunum auk smávegis mótmæla á Austurvelli annað veifið eru gárur sem lítt hreyfðu við samfélagsgerðinni.

Kjarni okkar er samur og jafn fyrir og eftir hrun. Okkur þykir vænt um nörda og veitum smælingjum vettvang að láta ljós sitt skína í nafni mannúðar.

En við látum ekki nörda stýra þjóðarskútunni.

 


mbl.is Allir munu þykjast vera Píratar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki fleiri nörda eins og Gnarr í pólitíkina.

Hann er góður fyrir framan myndavélina í gervi, en ekki pólitíkus.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.3.2015 kl. 11:08

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sem nörd allt frá fæðingu mótmæli ég harðlega þeim ógeðfelldu fordómum sem viðraðir eru í þessum auma skítapistli hér að ofan. Höfundur ætti kannski að athuga að helsta ástæðan fyrir því að hann getur yfir höfuð verið að skrifa þessi orð hér er vegna þess að internetið var smíðað og er viðhaldið af nördum, og þess vegna virkar það. Alltaf.

Stjórnmálin eru hinsvegar ekki að virka, þau eru ónýt, aðallega vegna þess að sjálfhverfir sérhyggjusinnar (andstæðan við nörda) ráða þar ríkjum.

Ef við förum að ráðum pistilshöfundar, og leyfum nördum ekki að stýra þjóðarskútunni, þá verður henni áfram stýrt af spilltum og sjálfhverjum sérhagsmunasinnum. Ef við viljum hinsvegar eitthvað sem virkar og er ekki ónýtt, þá skulum við fá nördana til þess að sjá um framkvæmdina á því.

Staðreyndin er sú að ef ekki væri fyrir nörda þá mynduð þið hin húka í myrkri, kulda og hungri, og á endanum veslast upp og deyja.

Talið því um nörda af þeirri virðingu sem þeir verðskulda, og sem að þið hin eruð ekki og munið aldrei verða samboðin. Nörd er ekki neikvætt hugtak, nema fyrir þann sem reynir að nota það í neikvæðum tilgangi, eins og er reynt hér að ofan með grímulausum hætti sem er höfundinum til háborinnar skammar.

P.S. Heimir. Jón Gnarr er ekki nörd heldur pönkari og grínisti. Hann er ágætur grínisti en eins langt frá því að vera nörd og hugsast getur. Nördar eru þeir sem fá hæstu einkunnirnar í skóla, ekki þeir sem falla.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2015 kl. 12:09

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Guðmundur, bið þig afsökunar á hugtakaruglinu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.3.2015 kl. 12:13

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

 Ég er ósammála þessari skilgreiningu þinni Guðmundur. Nerd er sá sem getur einbeitt sér að ákveðnu en skortir félagslega færni. Það snýst ekki alltaf um tölvur því það er hægt að vera leikjanerd eða tónlistarnerd. Þeir fá heldur ekki hæstu einkunn í öllum fögum í skóla, einungis því sem snýr að áhuga þeirra.

Rétt er að Jón Gnarr er ekki nerd. Það er einnig rétt að Píratar eru ekki nerd en þeir eru sérvitringar og þess vegna tilhneiging að líta á þá sem nerd.

Rúnar Már Bragason, 28.3.2015 kl. 12:43

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er ekki alveg að skilja þessa umræðu. Af hverju eru Píratar sérvitringar? Hvað er öðruvísi við Pírata en annað fólk? Spyr sá sem ekki veit.

Og Páll, samfélagsgerðin er svipuð og fyrir hrun. Það er rétt, enda stefnum við í annað hrun. Eina leiðin til að afstýra því, ef það er ekki of seint, er að taka á spillingunni og ójöfnuðinum í samfélaginu, leyfa fólki að vera virkt og taka þátt í að skapa samfélagið og breyta því til hins betra.

Villi Asgeirsson, 28.3.2015 kl. 14:26

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þú ert hreinn og klár auður fyrir Pírata því í hvert skiptið sem þú krafsar eftir göllum á Pírötum eykur þú fylgi þeirra.

Nörd er hugtak sem var á sínum tíma búið til um týpurnar sem tala í síma til þess að tala um síma. Týpuna sem fer á netið til þess að ræða um netið og tölvumál. Einstaklinga sem setja sig svoleiðis inn í málin að þau eiga huga þeirra allan.

Nú. Ég fagna því að þú hafir séð að þér og kallir Pírata nörda, enda eru þeir vel að þeim titli komnir þar sem Píratar eru að vinna að lýðræði og taka þátt í lýðræði og hefur það heltekið þessa einstaklinga svo að þeir eru fremstir meðal jafningja á Alþingi í því að berjast fyrir opnara og lýðræðislegra samfélagi. 

Ólíkt til að mynda þínum flokki sem væri best hægt að líkja við eineltisseggi og hina stereótýpísku "jock" sem þú þekkir sennilega úr Bandarískum bíómyndum. Það er, þeir sem níðast á minnimáttar til að sýna mátt sinn og megin, auka völd sín etc. 

Yfirleitt sér sæta stelpan (þjóðin) að sér í lok slíkra bíómynda og slíkt hið sama er að gerast nú í Íslensku samfélagi. 


Þú mátt endilega halda áfram að vera eins og hinar klappstýrur hins hrokafulla eineltiseggs, því þú grefur bara gröf hans dýpra með þessu innantóma og grunnhyggna kvaki þínu.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 28.3.2015 kl. 16:37

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Nú er búið að skipa Palla Vill. að hamra á Pírötum, af því þeir eru orðnir leiðandi í skoðunarkönnunum. Ég spyr, hversu lágt er hægt að setja sjálfan sig í óhróðri? Þingfólk Pírata hefur ekkert annað til saka unnið, en að koma hreint fram. Ekki reynt að upphefja sjálfa sig, né slegið um sig loforðaflaumi, bara sagt hlutina eins og þeir eru. Fólki líkar svona málatilbúnaður, nema Palla Vill. og hans kaunum hjá sérhagsmunaöflunum, sem nb Palli Vill. er sennilega á launum hjá. 

Jónas Ómar Snorrason, 28.3.2015 kl. 19:55

8 Smámynd: Jón Ragnarsson

Páll minn, þótt þú sleikir rassgatið á elítunni, þá verður þú aldrei hluti af henni. Þeir hlægja að svona nytsömum sakleysingjum eins og þér í kokkteilboðunum sínum. 

Jón Ragnarsson, 28.3.2015 kl. 21:15

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Ragnarsson er hvorki kurteis né sanngjarn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.3.2015 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband