Þingræði, feisbúkkmótmæli og gíslataka á alþingi

Á næsta fundi alþingis geta ESB-sinnar lagt fram tillögu um að ríkisstjórnin sæki um aðild að Evrópusambandinu. Þingsályktunartillaga þessa efnis fengi þinglega meðferð og yrði samþykkt eða hafnað. Verr er nú ekki komið fyrir þingræðinu á Íslandi.

Minnihlutinn á alþingi er í raun ekki að kvarta undan skorti á þingræði heldur hinu að ríkisstjórnarmeirihlutinn kom í veg fyrir gíslatöku á alþingi með því að leggja ekki fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB-umsóknar.

Feisbúkkmótmæli á Austurvelli og málþóf á alþingi er aðferð sem minnihlutinn beitti á þinglega meðferð, sem boðið var upp á sl. vetur í ESB-umræðunni. Pólitískur skæruhernaður af þessu tagi hefur ekkert með þingræði að gera.

Pólitískur skæruhernaður sem kemur í veg fyrir að yfirlýstur vilji meirihluta þjóðarinnar, eins og hann birtist í alþingiskosningum nái fram að ganga, er heldur ekki lýðræðinu til framdráttar.

 

 


mbl.is „Atlaga að þingræðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kannski er aðalmálið að þessi ákvörðun ríkisstjórnar er bjarnargreiði fyrir á sem eru á móti aðildarviðræðum og inngöngu í ESB. Það eru tvö ár til næstu þingkosninga og með því að fara svona að eru þessir flokkar að fá þjóðina upp á móti sér. Ég spái því að í næstu þingkosningum muni píratar, samfylking , björt framtíð og Viðreisn vinna yfirburðasigur En sjálfstæðisflokkur og framsókn mælast með 20 % fylgi . Það myndi þýða aðildarviðræður eftir kosningar 2017. Ekki óskastaða hvorki fyrir mig né aðra sem vilja fresta þessum áformum.

Jósef Smári Ásmundsson, 15.3.2015 kl. 15:04

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

menn eiga ekki að forðast ákvarðanatökur ef þeir trúa því að ákvörðunin sé rétt. Síðasta ríkisstjórn laug aðildarumsókninni inná þjóðina vegna þess að hún var andstæð vilja annars stjórnarflokksins. Nú er sá flokkur froðufellandi yfir því sem hann kallar svik við þingræðið. Það er rétt sem Páll segir að stjórnarandstöðunni er í lófa lagið að leggja fram þingsályktunartillögu um inngöngu í ESB.Tillagan mun þá fá þinglega meðferð. Það eru spilin sem þeir þurfa að leggja á borðið fyrr er ekkert mark á þeim takandi.

Ragnhildur Kolka, 15.3.2015 kl. 16:38

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Því má ekki gleyma að það er ekkert lítilræði sem tekið hefur verið frá ESB sinnum; Icesavebyrðin, ný stjórnarskrá (með framsalsheimild sjálfstæðis landsins) gylltir evruseðlar og skattfrjálsu draumastörfin í Brussel.  Skiljanlega mótmæla þeir! 

En athyglisvert að mótmælin beinast að þeirri ríkisstjórn sem lofaði þeim engu en ekki þeirri sem stóð ekki undir loforðum sínum og væntingum  þeirra.

Kolbrún Hilmars, 15.3.2015 kl. 17:59

4 Smámynd: Ragnhild H. Jóhannesdóttir

Innilega sammála Kolbrúnu og vil svo bæta við að enn er svo mikill misskilningur i gangi með að "kikja i pakkann " að það skapar stórann hluta af þessum látum ..

Ragnhild H. Jóhannesdóttir, 15.3.2015 kl. 18:50

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þar eiga ríkisfjölmiðlar hlut að máli,sem á að flytja hlutlausar fréttir,líka um umboðslausu;kíkja í pakka umsóknina.-  

Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2015 kl. 21:04

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það var ekki kosið um ESB í síðustu Alþingiskosningum. Því náðu núverandi stjórnarflokkar og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn fram með því að gefa skýr loforð um það að það mál yrði afgreitt síðar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnarflokkarnir hefðu aldrei náð þeim 51% aktvæða sem þeir náðu án slíks loforðs. Þeir hefðu því ekki meirihluta kosningabærra manna á bak við sig ef þeir hefðu ekki gefið slíkt loforð.

Það eru því alvarleg svik við kjósendur að afgreiða þetta mál án þjóðeratkvæðagreiðslu út á þingmeirihluta sem fékkst út á allt önnur mál.

Sigurður M Grétarsson, 15.3.2015 kl. 22:56

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

SMG alvitri 

Hver eru þessi „allt önnur mál“ ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.3.2015 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband