Fasismi Illuga verður að flensu

Bréfið sem utanríkisráðherra afhenti Evrópusambandinu er upphafið að fasisma, skrifar Illugi Jökulsson á fimmtudag.

Á sunnudag heitir það flensa hjá Illuga að utanríkisráðherra fari ekki að vilja háværa minnihlutans.

Kannski að Illugi viðurkenni eftir tvo daga að viðbrögðin við bréfinu voru stormur í vatnsglasi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski getur Illugi lesið þessa álitsgerð um bindandi áhrif þingsályktana áður en hann hleypir Tourettedjöflinum lausum.

http://www.mbl.is/media/78/6678.pdf

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2015 kl. 07:35

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Maðurinn er sjálfum sér samkvæmur og er ævinlega á móti ríkisstjórn sem skipuð er öðrum hvorum þeirra flokka sem nú sitja.Stjórnarandstaðan á samt að standa fyrir sínu máli í sölum alþingis og taka þar slaginn um átakamálin. Stundum tapast mál, stundum vinnast mál. En að beita málþófi til að koma í veg fyrir að sverfi til stáls er tæpast til fyrirmyndar. Það er bragð sem kallar á þess háttar krók sem utanríkisráðherra beitti. 

Flosi Kristjánsson, 16.3.2015 kl. 09:12

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er hvorki neinn aðdáandi ESB né Illuga, þvert á móti í báðum tilvikum, en mér finnst síðuhöfundur lesa þessa tilvitnuðu pistla Illuga eins og ákveðin persóna eða fyrirbæri les Biblíuna. Á hvolfi. Það er alveg augljóst að flensupistillinn er skrifaður í kaldhæðni og í ágætis samræmi við fyrri pistilinn.

Hvað málið varðar þá er það auðvitað klúður frá upphafi til enda af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég er samt frekar á því að þingsályktunartillaga einnar ríkisstjórnar bindi ekki hendur næstu stjórnar, sérstaklega ef hún er byggð á gjörbreyttum þingmeirihluta.

Ég skil samt ekki hvers vegna er ekki hægt að afturkalla umsóknina, var það ekki umsóknarferlið sjálft sem var lagalega framkvæmdin á þingsályktunartillögunni? Ef umsóknin um aðild að ESB var byggð á lögum, þá hlýtur að verða að afturkalla hana með lögum.

En til þess þarf ríkisstjórnin að leita til þingsins, hún kannski þorir því ekki? Það er sennilega þess vegna sem þessi skrípaleikur var settur upp á fjölum ríkisstjórnarleikhússins.

Theódór Norðkvist, 16.3.2015 kl. 10:04

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vill ráða sagði Illugi Jökulsson innocent hann skrifar góðar greinar en við látum hann ekki ráða í þessum málum

Valdimar Samúelsson, 16.3.2015 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband