ESB-sinni óttast 2015

Deilur milli Þýskalands og Suður-Evrópu, Frakkland meðtalið, munu aukast innan Evrópusambandsins á næsta ári enda engin von að það létti til í efnahagsvandræðum evru-svæðisins. Eftir því sem evru-ríkjunum gengur verr að koma skikk á efnahagsmálin vex þeirri skoðun fylgi að þjóðríkin yfirtaki verkefnið.

Á þessa leið er greining Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands 1998 til 2005. Fischer gerir ráð fyrir að evru-kreppan muni brjótast út sem pólitísk kreppa og þá líklegast í Grikkland.

Fischer er sambandssinni, telur að ESB verði að taka á sig mynd Stór-Evrópu, til að mæta þeim áskorunum sem sambandið stendur frammi fyrir.

Eftirspurn eftir sam-evrópskum lausnum er lítil. Engin hreyfing í þjóðríkjum evrulandanna 18 í þá átt að krefjast Stór-Evrópu til að leysa vanda álfunnar. Fischer kvartar undan skorti á hneykslun vegna frétta af fjárstuðningi Rússa til þjóðernishreyfinga í Vestur-Evrópu. Líkleg skýring er að fólk er orðið vant því að ESB kaupi pólitík í þjóðríkjum og kippi sér ekki upp við þótt Rússar leiki sama leik.

Fischer telur árið 2015 verða örlagaár ESB. Fyrir Íslendinga skiptir máli að halda sér fjarri Evrópusambandinu á meðan örlög þess ráðast - og það gerum við m.a. með því að afturkalla formlega vanhugsuðu ESB-umsóknina frá 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Flokkar innan ESB, sem eru andstæðingar  samrunans eru að taka til hjá sér.

Reka öfgatípur  úr flokkunum , og  gera málflutning sinn skilmerkilegri fyrir almenning.

Greinilega er UKIP í Bretlandi fyrirmyndin. Þeir útskíra fyrir fólkinu að elítan er búið að draga  þessar  þjóðir á asnaeirunum.

Snorri Hansson, 27.12.2014 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband