Jólakveðja vinstrimanns

Sumir vinstrimenn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir:

Ég nenni ekki að berjast lengur fyrir þá aumingja sem þessi þjóð hefur alið.  Aumingja sem ráðast stöðugt á þá sem reyna að vísa þeim veginn í átt til réttlætis og sanngirni.

Ég nenni ekki lengur að díla við heimskingja sem taka engum sönsum og hafa hvorki vilja né getu til að hugsa sjálfstsætt heldur éta upp lygarnar og skrumið úr ráðamönnum þjóðarinnar og drulla því svo yfir hugsandi og vel meinandi fólk.

Ég er búinn að fá nóg heimsku þessarar þjóðar sem kýs yfir sig raðlygara og siðblindingja sem bera ekki hag almennings í landinu fyrir brjósti en vinna að því leynt og ljóst að rústa velferðarkerfinu í landinu.

Ég er búinn að fá algert ógeð á heimsku fólki eins og talið er upp hér að ofan.

Ég ætla ekki að óska ykkur velfarnaðar á nýju ári enda er það tilgangslaust með öllu þegar þið hafið hvorki vit, vilja né getu til að takast á við raunverulegu vandamálin.
Ykkur sjálf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Enda á maður að gera það.

Annað en þú sem stöðugt snýrð sannleikanum á hvolf og segir svart vera hvít bara til að þjóhnkast eigendum þínum, útgerðinni og gjörspilltum stjórnarherrum landsins.

Enda ertu orðinn aðhlátursefni internetsins þar sem fólk gerir stólpagrín að þér og "jávinum" þínum og þú ert dreginn sundur og saman í háði og spotti.

Það skásta sem ég hef séð sagt um þig, er að þú sér í besta falli illa gefinn fábjáni sem getir ekki hugsað heila hugsun án hjálpar frá Davíð Oddssyni.

Ég er sammála því.

Jack Daniel's, 26.12.2014 kl. 12:31

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hef nú aðallega lesið hjá Jack Daniel's orð um stöðu þeirra sem minna mega sín og spillingu hér og þar. Hann tjáði sig líka svona um fyrri stjórnvöld þannig að það er erfitt að setja hann í vinstir eða hægri flokkinn ef menn kjósa alltaf að líta á þá sem vilja huga að þeim sem lakast standa sem vinstri menn en þá sem vilja veg hinna ríku sem hægri menn.  Og svo er eitthvað að ef menn líta á þá sem tjá sig sem hluta af einhverjum her! Blogg er flestum bara vettvangur til að tjá sig um það sem þeim finnst! Sum bloggum er samt haldið úti af mönnum sem eru auðssjáanlega í einhverjum bloggher og þar eru menn ekkert að spara að höggva mann og annan ef það þjónar hagsmunum þeirra og þeirra liðs. Hef ekki séð að Jack sé í neinu liði nema hugsanlega í hópi sem berst fyrir hagsmunum öryrkja. Hann er kjaftfor en mér finnst skemmtilegt að fylgjast með skrifum hans. Og óþarfi að gera úr honum dæmi um vinstri mann! Þetta er bara hann sjálfur og hans skoðanir bæði til hægri og vinstri

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.12.2014 kl. 12:57

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Í mörgum vinstrimanninum er stutt í mannkynsfrelsarann og JD fellur eins og flís við rass að þeirri katagóríu. Mannkynsfrelsurum fylgir oft fyrirlitning á öðrum, þar má tikka við JD. Íslenskir vinstrimenn eru gæddir ofgnótt andstyggðar á öllu íslensku, þjóðinni meðtaldri. Og þar skorar JD stórt. JD fellst á að hann sé að flytja okkur jólakveðju vinstrimanns. Magnús Helgi getur vitanlega reynt að hvítvaska vinstrimenn af JD. Gangi honum vel.

Páll Vilhjálmsson, 26.12.2014 kl. 15:16

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt hjá þér kæri Páll.

J.D. hefur sýnt það ítrekað í skrifum sínum um gervallt internetið að hann hefur sjaldnast skilning á því sem hann er að skrifa um - eða er illa lesinn í því - enda mun rannsókn á heimildum ekki sterk hlið í fari hans. Flestum virðist þó sem heimildavinna sé eitthvð sem honum hefur aldrei tekist að tileinka sér. Þess í stað notast hann við sleggjudómara göturæsisins, sem hefur sem kunnugt er Gróu á Leiti sem háyfirdómara og stjörnuvitni í senn. Það er ekki hollur félagsskapur og átrúnaðargoð þeirra sem vilja halda sig að sannleikanum.

Þetta er auðvitað val F.D., en Guð gaf okkur frjálsan vilja og mun ekki taka hann af okkur né skipta sér óumbeðinn af viðkomandi. Því er að J.D. þjösnast áfram í foraði sínu og veit sennilega ekki af því mesta hluta tíma síns hversu hann veður í villu og svíma þegar hann veður um eins og tarfur í flagi - eða kannski eins og fíll í postulínsbúð.

Því undarlegri er þó dr. Össur/Skeggi þar sem hann á að vera öllum hbútum kunnugur hvað varðar akademískar kröfur um heimildarannsókn - enda búinn að ljúka doktorsprófi í kynlífi laxfiska eins og hann hefur orðað það sjálfur. Þrátt fyrir það fer hann oft í spor þau sem J.D. hefur markað ásamt fleirum vinstrimönnum.

Það er kannski bara af því sem þú segir kæri Páll - „vinstrimenn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir“ - þar greipst þú á kýlinu eins og svo oft áður.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.12.2014 kl. 17:43

5 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Páll !

Þér að segja: finnst mér þú höggva af ósanngirni mikilli, að Jack Daniel´s (JD), því af þeim góðu kynnum, sem ég hefi af honum haft í gegnum tíðina, finnst mér ekkert örla á neinni ''vinstri'' mennzku í fari hans frekar en öðrum brautum stjórnmálanna - umfram aðrar brautir.

Þvert á móti: er Jack (Hrafnkell = JD) fyrst og fremst maður sanngirni og góðvilja til handa þeim öllum, sem höllum fæti standa sem skör neðar í lífinu.

Það - kannski eitt og sér: gjaldfellir hann í þínum huga Páll / að JD skuli ekki vera ákafur kapphlaupari græðginnar og Gullkálfa dýrkunnar ýmissar:: síðuhafi knái ?

Ættir þú ekki þar með: að grípa til nokkurrs endurmats þinna viðhorfa í þeim efnum, Páll ?

Oftlega - fara mínar skoðanir sem þínar saman Páll / en ekki að þessu sinni - mikið víðs fjarri því: reyndar.

Með fremur þurrum kveðjum til þín Páll - þetta sinnið / en hinum beztu til gesta þinna annarra //  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.12.2014 kl. 17:55

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enn og aftur er alhæft um vinstri menn, nú með því að segja að þeir komi almennt ekki til dyranna eins og þeir séu klæddir, þ.e. með bölbænir og formælingar á sjálfum jólunum og vilji ekki óska öðrum velfarnaðar á nýju ári.

Ég bíð spenntur eftir næstu alhæfingu. Verður hún þannig að allir hægri menn séu sama sinnis og Breivik? 

Er hugsanlegt að lyfta umræðunni upp á örlítið hærra plan? 

Ómar Ragnarsson, 26.12.2014 kl. 22:46

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Finnst einhverjum svona nafnleysisskrif vera sniðug eða vænleg til árangurs. Þó að það sé sannleiksbroddur í þeim eins og Jack Daniels flöskunni. Hann heitir Hrafnkell að því er svarthamrar upplýsa, þá vantar bara föðurnafnið.

Því miður er ég sammála JD um margt sem hann segir um almennan lydduskap ÍSlendinga. Það þorir bara enginn að segja þeim sannleikann af ótta við atkvæðatap.Og oft má satt kyrrt liggja segja þeir líka.

Halldór Jónsson, 27.12.2014 kl. 00:09

8 Smámynd: Jack Daniel's

 Halldór Jónsson.
Bara svona þér og öðrum til hughægðar, þá er ég með skráð blogg hér á mbl og það staðfest af þjóðskrá að ég er sá sem ég segist vera.

Hvað þetta predikaraskrípi varðar, þá er hann eins og hans stétt nánast öll, ekkert nema hræsnin í fordæmingum sínum á þeim sem eru annarar skoðunar en hann.

Palli gerði mér nú reyndar stóran greiða með því að vísa í bloggið mitt, http://jack-daniels.is/index.php/ovinir-thjodarinnar-1/ því að sjálfsögðu sá hann sig sjálfan í sumu sem ég skrifaði þar og það þodi hann ekki frekar en neitt annað sem sannleikanum er samkvæmt.

Magnús Helgi hittir algerlega naglann á höfuðið í sínum lýsingum á mér og ekkert við það að bæta.

Óskar Helgi er drengur góður, sérstakur en réttsýnn og horfir ekki á heiminn í tvílit eins og margir í þessu þjóðfélagi, þeas svörtu og hvítu heldur sér hann fljölbreytt litarúrvall hvort heldur það er í fólki, náttúrunni eða hverju öðru sem í kringum okkur er meðan einstaklingar eins og Páll og Predikarinn sjá ekkert nema svart og hvítt.

Ég er alveg sáttur við þegar sagt er að ég komi til dyranna eins og ég er klæddur enda er það eina heiðarleiga leiðin því að koma til dyra með falskt bros og lygar á vörum er aðalsmerki heigulsins.

Heiguls sem þorir ekki að vera hann sjálfur og er fastur í neti eigin lyga og falskenninga sem að lokum vefja hann í fjötra sína og kæfa hann meðan við sem komum til dyrana eins og við erum klædd getum slakað á notið okkar sem frjálsir einstaklingar sem erum engum háðir nema okkur sjálfum og sannleiksástinni.

Það kallast heiðarleiki að koma hreint fram og segja sannleikann.  Það eru aðeins heiglar sem bera á borð lygar fyrir lesendur sína, sérstaklega þegar lygarnar eru kokkaðar upp af ráðamönnum í þjóðfélaginu sem fá svo illa gefna einstaklinga sem er slétt og skítsama um mannorð sitt og æru til að leka lygunum áfram á vettvangi sem þessum. Enda hefur það sýnt sig hvað ofan í annað undanfarið að pistlarnir hans Palla eru orðnir aðhlátursefni á samfélagsmiðlum og í umræðunni þar sem mannræfillinn er dreginn sundur og saman í háði og spéi því allir vita að honum er lagt orð í munn og blek í penna og það sanna skrifin hans aftur og aftur.

Og nú er Palli litli svo fastur í netinu að ekki einu sinni "vinir" hans geta né vilja losa hann úr flækjunni sem hann kom sér í hvort sem það var af græðgi í peninga eða þá að gáfurnar eru nú ekki meiri en pistlarnir sanna.

Jack Daniel's, 27.12.2014 kl. 02:02

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég tók til mín þennan pistil Jakka Danna. Það skiptir mig ekki höfuðmáli hver þessi JD er, heldur hvað hann segir.

Það er skylda okkar allra í utanþings-samfélaginu, að kunna að taka gagnrýni, og endurmeta okkar þröngsýna skilning. Þannig þroskast ábyrgur samfélags-skilningur. Ég verð stundum sannleikanum sárreiðust, þegar hann er mér mjög erfitt verkefni. En óhjákvæmilegt verkefni. 

Sannleiksvegurinn er erfiður. Rétti vegurinn er afskaplega vandfundinn, illa launaður, og illfær, í heimsveldiskerfinu afvegaleiðandi, bankarænandi, svíkjandi, og ekki síst fjölmiðlunar-blekkjandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.12.2014 kl. 19:48

10 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Hér er myndskeið með helsta raðlygara þjóðarinnar. https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac

Ömurlegt hlutskipti hjá JD að vera eini handhafi "réttlætis og sanngirni" þegar "aumingjarnir", "heimskingjarnir" og "heimska þjóðin" nennir ekki að hlusta á hann.

Eggert Sigurbergsson, 28.12.2014 kl. 04:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband