Náttúrupassinn er vegna EES

Íslendingar mega ekki setja lög um náttúrupassa sem aðeins eiga við útlendinga. Þetta er vegna EES-samningsins, sem ísland er aðili að.

Þeir sem harma fullveldisframsal okkar og finnst fáránlegt að Íslendingar skuli þurfa að kaupa þennan passa ættu að beina reiði sinni að EES-samningunum.

Eftir því sem vankantar EES-samningsins verður betur ljósir verður brýnna að segja samningunum upp.


mbl.is Hræðist ekki umræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Heyr heyr Páll! 

Segja þarf EES-samningnum upp.

Til umhugsunar: Goðsagnir um EES-samninginn og "80 prósent" uppspuninn

Nýr formaður norska Nej til EU, Kathrine Kleveland: "mener fagbevegelsen sitter med nøkkelen til å få oppfylt organisasjonens store ønske om å få Norge ut av EØS-avtalen"

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.12.2014 kl. 11:56

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott að þú minntir á þetta,ég er að veikum mætti að minna á þetta,það bara verður að vera Ragnheiði og stjórninni um að kenna (amk.hjá sumum.)

Helga Kristjánsdóttir, 10.12.2014 kl. 13:59

3 Smámynd: Jón Bjarni

Alveg eins að nú er ekki lengur hægt að svína á íslendingum á ferðalagi erlendis með himinháum símakostnaði vegna EES.. Það er alveg merkilegt hvernig fólk telur það gáfulegt að skoða alltaf bara aðra hlið teningsins. Nú eða öll skólagjöldin við erlenda háskóla sem íslenskir nemendur fá frítt eða með miklum aflætti vegna EES - svona mætti lengi telja. Hvernig væri nú að reyna stundum að hugsa um fleiri hliðar teningins en bara eina?

Jón Bjarni, 11.12.2014 kl. 11:54

4 Smámynd: Jón Bjarni

Já og svo er það þetta með allar þær þúsundir íslendinga sem vinna á Evrópusvæðinu og njóta þar fulls réttar á við heimamenn á öllum sviðum vegna EES - við viljum kannski bara segja samningnum upp og láta þetta fólk allt saman koma heim..? Ísland fyrir íslendinga og allt það.. Manni fallast hreinelga hendur við að lesa svona þvælu

Jón Bjarni, 11.12.2014 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband